Að vaka „ yndir “ ís ...

Hverfjall

Það er svo gaman að fara út á ís og vitja um netin sérstaklega ef veðrið er skaplegt.

Ekki er verra ef það veiðist eitthvað, því fátt er betra að vetri en nýr silungur undan ís. Tounge  Algert lostæti. Í Mývatnssveit er silungur aldrei nefndur fiskur, það er óvirðing.

Við Kobbi fórum síðustu helgi að vitja um netin ásamt Hörpu Maríu og vinkonu hennar Írisi sem voru hjá okkur.

Ef við förum á bílnum förum við út á ísinn við Neslandavík eða Vindbelg og tökum stefnuna á Geitey þar sem netin liggja.

Fyrst þarf að bora gat á ísinn með þar til gerðum ísbor sem er nokkuð stór og mikill. Síðan er notaður „ kafari “ sem er með stöng sem á er flotholt, í stöngina er bundið band og lengdin fer eftir netunum sem nota á. Bandið er með merki á ákveðnum stað og það notað sem mið.  „ Kafaranum “ sem sem liggur rétt undir ísnum er stjórnað með bandinu þannig að hann skríður áfram þegar togað er í bandið.( Svolítið erfitt að koma orðum að þessu Wink ) Það betra er að tveir séu við þetta verk. 

Kafarinnj 

 Fyrsti kafarinn sem kom í sveitina var sendur til Jóns í Neslöndum af vesturförum í Winnipeg, eitthvað fyrir aldamótin 1900 og síðan hafa aðrir smíðaðir eftir honum.

 

Kafarinn

 

                                                                                                                                 

 

Oft þarf að brjóta niður úr ísnum það sem hefur frosið frá því síðast.

hpim0199_806095.jpg

 

 

Harpa María og Íris     

Harpa María og Íris hjálpuðu við að hreinsa frá vökinni.

Vökin „ verður “ að vera merkt með birkigrein.. 

eða það segir Hinrik í Vogum.                                              Edda ánægð með veiðina

 

Edda ánægð með veiðina

 

 

 

 

Silungurinn er soðinn á sérstakan hátt, fyrst er hann reyðaður/flakaður, skorinn í stykki og síðan látinn í kalt vatn, saltaður með grófu salti og soðinn við lítinn hita þangað til hann ystir í pottinum. Því meiri ystingur því betri silungur. Það er eiginlega varla hægt að segja að suðan komi upp. Fylgst er vel með öllu ferlinu af alúð. Við gerum stundum góða silungssúpu úr soðinu til að hafa með, ekki ólíka lúðusúpu. Og það voru glaðir veiðimenn sem settust að borðum þetta kvöldið.  Grin

hpim0231a.jpg           hpim0230a.jpg      hpim0232.jpg


Vetrarsól

 Vetrarsól

Er ég gekk mér til ánægju í  vetrarfegurðinni hér í  Mývatnssveitinni tók ég þessa mynd og  langaði að deila henni með ykkur.

Mér  var líka hugsað til þessa lags í  einveru minni og  er eitt af mínum uppáhalds lögum og læt það því fylgja með.

 

 Vetrarsól

 

Hvers virði er allt heimsins prjál
ef það er enginn hér
sem stendur kyrr
er aðrir hverfa á braut
sem vill þér jafnan vel
og deilir með þér gleði og sorg.
Þá áttu minna en ekki neitt
ef þú átt engan vin.
Hvers virði er að eignast allt
í heimi hér
en skorta það eitt
sem enginn getur keypt.
Hversu ríkur sem þú telst
og hversu fullar hendur fjár,
þá áttu minna en ekki neitt
ef þú átt engan vin.

Það er komin vetrartíð
með veður köld og stríð
ég stend við gluggann
myrkrið streymir inn í huga minn.
Þá finn ég hlýja hönd
sál mín lifnar við,
eins og jurt sem stóð í skugga
en hefur aftur litið ljós,
mín vetrarsól.

höf.  ljóðs: Ólafur Haukur
lag: Gunnar Þórðarson


Þolinmæði er dyggð

Þolinmæði er þögul von sem grundvallast á trausti á að allt fari vel að lokum.

Þolinmæði merkir bið, krafa um að halda út án þess að kvarta, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Þolinmæði krefst fyrst og fremst sjálfstjórnar, því við getum ekki stjórnað ytri aðstæðum né framkomu annarra.

Þolinmæði er að halda ró sinni og umburðarlyndi þegar erfiðleikar dynja yfir.

Þolinmæði er að þrauka, halda fast við það sem stefnt er að svo lengi sem þarf til að ljúka því.

Sá sem er þolinmóður veit að hlutir taka tíma rétt eins og fræ mun að lokum spíra, blómstra og bera ávöxt.

Þolinmæði er loforð til framtíðarinnar.

Það er að gera eitthvað á þessari stundu sem mun leiða eitthvað gott af sér síðar. Það er einnig að sætta sig við allt sem þarf til að það verði að veruleika.

Þolinmæði er að sjá endinn í upphafinu, gera allt sem við getum og síðan bíða róleg í trausti þess að árangurinn komi í ljós.

Hvers vegna eigum við að iðka þolinmæði?

 

Án þolinmæði ætlumst við til að fá allt strax. Við sáum fræi í dag og viljum borða ávöxtinn á morgun.

Án þolinmæði eigum við erfitt með að vinna verk sem skilar ekki árangri strax, sum verkefni krefjast mikillar vinnu eða langrar skólagöngu og þarfnast þolinmæði.

Þegar þolinmæði er ekki til staðar þolum við ekki að bíða og erum stöðugt að gera veður út af hlutunum en það æsir alla sem í kringum okkur eru.

Þegar við erum óþolinmóð verðum við fyrtin og illskeytt ef ekki gengur samkvæmt áætlun eða öðrum verða á mistök.

Þegar þolinmæði er sýnd gerum við og framkvæmum hluti sem skila sér í framtíðinni.

Snemma vors sáum við fræjum sem skila sér í blómum eða grænmeti þegar líður á sumar.

Við öflum okkur þekkingar sem við nýtum ef til vill ekki fyrr en að mörgum árum liðnum.

Kvartanir og gagnrýni eru fjarri þeim sem sýna þolinmæði.

Þeir fyrirgefa bæði sjálfum sér og öðrum. Þeir stuðla að vinsamlegum og góðviljuðum heimi og aðrir finna til öryggis í návist þeirra.

Hvernig iðkum við þolinmæði?

 

Við temjum okkur þolinmæði með því að viðurkenna að við getum ekki stjórnað öllu.

Jafnvel þó við séum óþolinmóð meðan við bíðum eftir einhverjum sem er seinn fyrir, getum við virkað róleg og jákvæð.

Sú tilfinning að allt fari vel að lokum, ásamt góðu skopskyni hjálpar.

Þolinmæði hjálpar okkur að takast á við erfiðleika, sættast við það sem við ekki fáum breytt í stað þess að berjast gegn því.

Þolinmæði kennir okkur umburðarlyndi gagnvart öðrum og sjálfum okkur.

Þolinmæði hjálpar okkur að vera föst fyrir þegar verkefni okkar eru erfið eða þreytandi.

Við höldum okkar striki allt til enda þó laun erfiðisins skili sér ekki fyrr en í blálokin.

Við setjum okkur framtíðarmarkmið vitandi að það er erfiðisins virði.

Þolinmæði er að hafa í upphafi ljós þau markmið sem stefnt er að.

 

If you are patient in a moment of anger, you will escape a hundred days of sorrow. (ókunnur)

"The best thing about the future is that it comes one day at a time."

(Abraham Lincoln)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband