Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2010

Úlfaldi úr mýflugu 2010

Hvađ er Úlfaldinn?

Úlfaldinn er tónlistarveisla sem haldin hefur veriđ í Mývatnssveit frá árinu 2008
Hátíđin verđur haldin helgina 9. - 10. júli
 
Ađgangur er ókeypis á tónleikana og ekkert aldurstakmark.Tjaldsvćđi er í göngufćri viđ tónleikahlöđuna.

Um Úlfaldann ...

Sagan á bak viđ Úlfaldann:
Ţađ var einn dag í okótber 2007 ađ Beta hringdi í Stefán og spurđi hvort ţađ vćri ekki sniđugt ađ hafa tónleika í hlöđu föđur hennar sem stóđ ónotuđ í Reykjahlíđ viđ Mývatn. Stefán sagđi strax já ţar sem hann hafi lengi velt ţví fyrir sér ađ halda tónleika í sveitinni en alltaf vantađ stađsetningu. Ţar međ var ţađ ákveđiđ, tónleikar yrđu haldnir sumariđ eftir en ekki ákveđiđ í hvađa formi ţađ yrđi.
Svo gerđist ekkert fyrr en upp úr áramótum ţá fóru ţau ađ rćđa ţetta af alvöru og í mars hittust ţau á óformlegu órómantísku stefnumóti í hlöđunni. Ţar voru línurnar lagđar ađ ţví sem koma skyldi en ţađ var ljóst ađ mikiđ verk var fyrir höndum. Í hlöđunni voru yfir 350 m3 af tćplega 15 ára gömlu heyi sem ţurfti ađ hreinsa út en stćrstu verkin voru ţó ađ gera stórt gat á hlöđuna og fella millivegg sem skipti henni í tvennt. Margar helgar fóru í ţessa vinnu og nutum viđ mikillar og góđrar ađstođar frá vinum og bćndum og búaliđi.
Međfram ţessu öllu saman ţurfti ađ finna hljómsveitir til ađ spila, safna styrkjum, auglýsa tónleikana, útvega hljóđkerfi, leyfi, kamar og allt hvađeina.
Allt gekk ţetta upp ađ lokum og urđu tónleikarnir ađ veruleika 12. júlí 2008.
Úlfaldi úr Mýflugu 2008:
Ţađ voru eintómar toppsveitir sem viđ fengum til ađ spila á fyrstu hátíđinni: Hraun, Jan Mayen, Vicky Pollard og Thingtak. Auk ţess bćttust strákarnir í Ćlu viđ á síđustu stundu og spiluđu nokkur lög.
Tónleikarnir stóđu yfir frá 20:00-00:00 og á tímabili voru um 450 manns á svćđinu. Allt saman gekk vel og tónleikagestir létu vel af tónlistinni og stemningunni. Eftir ađ tónleikum lauk var haldiđ út í Rjóđur ţar sem gleđin var viđ völd fram undir morgun.
 

 Hljómsveitarlisti 2010

Föstudagur hefst kl. 19:00

Tom Hannay (UK)

Árstíđir

Kiriyama family

Nögl

Thingtak

Endless dark

 

Laugardagur hefst kl 18:00

Baggabandiđ

Of monsters and men

Some shape to enter (DK)

Bróđir Svartúlfs

Nevolution

Cliff Clavin

Jan Mayen

Agent Fresco

 hlada_20100417_1394162548

 http://ulfaldinn.is/   Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband