Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Þolinmæði er dyggð

Þolinmæði er þögul von sem grundvallast á trausti á að allt fari vel að lokum.

Þolinmæði merkir bið, krafa um að halda út án þess að kvarta, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Þolinmæði krefst fyrst og fremst sjálfstjórnar, því við getum ekki stjórnað ytri aðstæðum né framkomu annarra.

Þolinmæði er að halda ró sinni og umburðarlyndi þegar erfiðleikar dynja yfir.

Þolinmæði er að þrauka, halda fast við það sem stefnt er að svo lengi sem þarf til að ljúka því.

Sá sem er þolinmóður veit að hlutir taka tíma rétt eins og fræ mun að lokum spíra, blómstra og bera ávöxt.

Þolinmæði er loforð til framtíðarinnar.

Það er að gera eitthvað á þessari stundu sem mun leiða eitthvað gott af sér síðar. Það er einnig að sætta sig við allt sem þarf til að það verði að veruleika.

Þolinmæði er að sjá endinn í upphafinu, gera allt sem við getum og síðan bíða róleg í trausti þess að árangurinn komi í ljós.

Hvers vegna eigum við að iðka þolinmæði?

 

Án þolinmæði ætlumst við til að fá allt strax. Við sáum fræi í dag og viljum borða ávöxtinn á morgun.

Án þolinmæði eigum við erfitt með að vinna verk sem skilar ekki árangri strax, sum verkefni krefjast mikillar vinnu eða langrar skólagöngu og þarfnast þolinmæði.

Þegar þolinmæði er ekki til staðar þolum við ekki að bíða og erum stöðugt að gera veður út af hlutunum en það æsir alla sem í kringum okkur eru.

Þegar við erum óþolinmóð verðum við fyrtin og illskeytt ef ekki gengur samkvæmt áætlun eða öðrum verða á mistök.

Þegar þolinmæði er sýnd gerum við og framkvæmum hluti sem skila sér í framtíðinni.

Snemma vors sáum við fræjum sem skila sér í blómum eða grænmeti þegar líður á sumar.

Við öflum okkur þekkingar sem við nýtum ef til vill ekki fyrr en að mörgum árum liðnum.

Kvartanir og gagnrýni eru fjarri þeim sem sýna þolinmæði.

Þeir fyrirgefa bæði sjálfum sér og öðrum. Þeir stuðla að vinsamlegum og góðviljuðum heimi og aðrir finna til öryggis í návist þeirra.

Hvernig iðkum við þolinmæði?

 

Við temjum okkur þolinmæði með því að viðurkenna að við getum ekki stjórnað öllu.

Jafnvel þó við séum óþolinmóð meðan við bíðum eftir einhverjum sem er seinn fyrir, getum við virkað róleg og jákvæð.

Sú tilfinning að allt fari vel að lokum, ásamt góðu skopskyni hjálpar.

Þolinmæði hjálpar okkur að takast á við erfiðleika, sættast við það sem við ekki fáum breytt í stað þess að berjast gegn því.

Þolinmæði kennir okkur umburðarlyndi gagnvart öðrum og sjálfum okkur.

Þolinmæði hjálpar okkur að vera föst fyrir þegar verkefni okkar eru erfið eða þreytandi.

Við höldum okkar striki allt til enda þó laun erfiðisins skili sér ekki fyrr en í blálokin.

Við setjum okkur framtíðarmarkmið vitandi að það er erfiðisins virði.

Þolinmæði er að hafa í upphafi ljós þau markmið sem stefnt er að.

 

If you are patient in a moment of anger, you will escape a hundred days of sorrow. (ókunnur)

"The best thing about the future is that it comes one day at a time."

(Abraham Lincoln)


Réttindaskrá

Skilyrði þess að nota megi sér þessi réttindi er; að ekki sé gengið á sömu réttindi hjá öðrum.

 

Ég hef rétt til að álíta hagsmuni mína jafn mikilvæga og hagsmuni annarra.

Ég hef rétt til að taka ákvarðanir og taka afleiðingum gerða minna.

Ég hef rétt til að segja já og nei án þess að þurfa að réttlæta það eða afsaka mig, eða fá samviskubit.

Ég hef rétt að vera virt sem manneskja, óháð þeim hlutverkum sem ég kann að hafa í lífinu.

Ég hef rétt til að láta skoðanir mínar í ljós.

Ég hef rétt til að hafa tilfinningar og þarf ekki  að afsaka þær.

Ég hef rétt til að gera mistök - og bera ábyrgð á þeim.

Ég hef rétt til að skipta um skoðun.

Ég hef rétt til að segja ; ég skil ekki.

Ég hef rétt til að segja ; ég veit ekki.

Ég hef rétt til að neita að bera ábyrgð á vandamálum annarra.

Ég hef rétt til að vera óháð(ur) elskusemi annarra.

Ég hef rétt til að hafa samskipti við aðra, þó ég sé ekki sammála þeim.

Ég hef rétt til að verjast árásum þeirra, sem berjast gegn réttindum mínum.

Þessa réttindaskrá fékk ég afhenta forðum daga á námskeiði hjá „menningar og fræðslusambandi alþýðu“.

 


Lifi ljósið

Það er gleðilegt að neisti frá vonarljósunum sem tendruð voru í Dimmuborgum í  Mývatnssveit og send til þjóðarinnar, skuli nú loga á Vetrarhátíð um helgina.

Vonandi verður áframhald á þessu  neistaflugi og að vonarljósin logi sem víðast um landið. Smile

 


mbl.is Vonarljós inn í ástandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarlegt ástand

 

       Það er alltaf sorglegt þegar menn þekkja ekki sinn vitjunartíma.

Hefði ekki verið nær að hætta með sóma ? 

 

Ganga skal,
skal-a gestur vera
ey í einum stað.
Ljúfur verður leiður,
ef lengi situr
annars fletjum á.

mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona eiga menn að vera

Gott hjá „ Barra “ og vissulega gott til eftirbreytni !

Hversu oft hefur manni ekki dottið í hug að  það séu tvenns konar reglur sem gilda hér á landi ?...Eða fleiri...


mbl.is Obama: Ég klúðraði þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður dagur í Mývatnssveit

 

Hvað gerðum við ef við hefðum ekki von, trúna á vonina og kærleika milli manna.

Heart

Vonarneisti 

Heart

Með hönd á hjarta tendruðu Mývetningar vonarneista í eigin brjósti og kveiktu á friðarkertum með þessum neista og sendu von og frið til þjóðarinnar og landsins.

hpim0476.jpg

Vonarljós

Heart

hpim0472_787037.jpg

Heart

hond_i_hond_787035.jpg

Heart

Standið saman en ekki of nærri hvert öðru,

því ekkert fær vaxið í annars manns skugga.

Spámaðurinn


Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband