Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Blíðuveður börn að leik við Voga,
blessuð sólin skín í erg og gríð.
Í Reykjahlíð er allt af öðrum toga,
útnorðaustan belgingur og hríð. ( Hermann Kristjánsson)
Gúmmískór er ættarmót Vogunga.
Þá verða miklir fagnaðarfundir hjá ættbálknum Voggum eins og þeir kallast í daglegu tali.
Voggar skiptast í þrennt ; Halla, Nasa og Fúsa , stytting á nöfnum bræðranna ; Þórhalls, Jónasar og Sigfúsar...Hallgrímssona.
Það er ekki að ástæðulausu sem nafnið gúmmískór varð fyrir valinu, því það hefur löngum verið til siðs að ganga í hvítbotna gúmmískóm í Vogum og þegar grasið er komið upp fyrir hvítu röndina er kominn tími til að slá.
Hátíðin mikla hefur verið haldin um Verslunarmannahelgina u.þ.b þriðja hvert ár. Alltaf sól !
Að þessu sinn var verið á Vogatorfunni en ekki upp hraunum í Stórarjóðri eins og undan farin ár.
Hlaðan okkar í Vogum 3 var notuð í staðinn fyrir að leigja tjald og kom það frábærlega út. Borðum og stólum var raðað upp og útbúið ágætis svið innst í hlöðunni og hún skreytt með birkihríslum og ljóskerum, alger sómi bara.
Annars var dagskráin með þeim hætti að á föstudagskvöldinu um kl. 23 var hittast við Klofaklett og kveikt á kertum til minningar um gengna Vogunga og sem tákn um frið og vináttu. Alltaf jafn yndislegt.
Formleg setning á laugardag með ávarpi og sungin vel valin lög s.s Vel er mætt, Hvað er svo glatt og Litla Stína .
Ratleikur og aðrir leikir í Hesthúslaut fyrir börnin okkar allra.
Sameiginlegt grill kl.17. við hlöðuna. Allt til staðar nema bara maturinn sem hver og einn kom með fyrir sig og sína.Skemmtiatriði af ýmsum toga, það er svo mikið af hæfileikaríku fólki í þessari fjölskyldu.
Björn Jónas Þorláksson las úr nýjustu bók sinni Villibörn mjög svo gaman að því.
Yngsta kynslóðin söng og sú næsta Blikkhús-bandið gerði sitt.
Sonurinn Stefán söng og spilaði eins og honum einum er lagið.
Það þarf nú að vera ein undantekning frá reglunni ha... þar sem Jón Árni í Víkurnesi var ekki heima, spilaði Friðrik Steingrímsson frá Grímsstöðum á harmonikkuna í gömlu dönsunum, eiginmaðurinn Jakob á bassa, Þórhallur Kristjánsson á trommur og Bóas Gunnarsson jr. á gítar..... og fleiri og fleiri sem of langt yrði að telja upp. Segja má að það sem eftir lifði kvelds eða nætur hafi flestir látið ljós sitt skína í spili og söng og náttúrulega dansað á fullu.... nema hvað !
Ætlunin hafði verið að labba upp í Stóra-rjóður og kveikja í brennu og bregða blysum á loft, en það var orðið of hvasst til þess.. ooo.
Á sunnudeginum var miðdagskaffi, allir komu með einhverjar kræsingar til að setja á hlaðborð.
Hin röggsama Margrét Bóasdóttir stjórnaði söngæfingu, því það verða jú allir að læra að syngja Fjárlögin og ævinlega fjór-radda að mývetnskum sið, takk fyrir.
Hátíðinni var slitið af góðri fráfarandi nefnd og ný nefnd skipuð.
P.S það má alveg gera athugasemdir.. að ég tali nú ekki um að kvitta.. það væri flott !
Vinir og fjölskylda | 15.8.2008 | 10:27 (breytt 16.9.2008 kl. 08:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það fylgir því mikið frelsi og heilun fyrir líkama og sál að fyrirgefa, hvort heldur það er sjálfum sér eða öðrum.
Þetta er nefnilega val ....merkilegt að uppgötva það, eða eins og Kaffibrúsakarlarnir sögðu forðum ; sá á kvölina sem á völina ... nema hann hætti við allt saman.
Fyrirgefning er ferðalag, eiginlega hálfgert innra ferðalag og það getur tekið mislangan tíma.
Sundum þarftu að fara aftur á byrjunarreit.
Ég var glöð að finna þetta útspil
Forgiveness is a creative act that changes us from prisoners of the past to liberated people at peace with our memories.
There is no future in the past.
To forgive means to ,,give up, to let go.
Being willing to forgive can bring a sence of peace and well-being.
You can never live in the present and create a new and exciting future for yourself and your love partner if you always stay stuck in the past.
When we forgive, we are willing to give up resentment, revenge and obsession.
We are willing to restore faith not only in ourself but in life itself.
It takes no strenght to let go....only courage.
Forgiveness is not something we have to do, but something we must allow to flow through us.
The natural flow of divine love dissolving all hurt, all bitterness, all sence of injustice.
Forgiveness is the key to your own happiness. It ends the illusion of separation.
Forgiveness helps you make peace with your past.
There is tremendous freedom in letting go. It is libaration to free ourself of things that clutter our lives.
Like prunging dead branches or like a snake shedding an old skin, we need to let go of what no longer fits. So that there is room for something new, alive, and what is needed at this time in our lives.
When we stop holding on and clinging to anything, we realize we have everything.
We no longer need to feel burdened by the responsibility of having to hold on to something.
To forgive is to remember, that we have room in our hearts to begin again and again and again.
To forgive is really to remember that we are so much more than our mistakes.
It is not forgetfulness, but it involves accapting the promise that the future can be more than dwelling on memories of past injury.
Hér eru svo nokkrar tilvitnanir um fyrirgefningu :
,,Þá gekk Pétur til hans og spurði: Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum? Jesús svaraði: Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö". Matt.18:21-22
Sá veiki getur aldrei fyrirgefið. Fyrirgefning er eiginleiki þess sterka.
-Mahatma Gandhi
Í fyrirgefningu felst að kærleikur okkar nær til allra, líka okkar sjálfra. -Óþekktur
Bloggar | 11.8.2008 | 21:02 (breytt 10.2.2009 kl. 14:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Mínir tenglar
Tónlist
Ýmislegt
Gestir
Tónlist
- A Glimpse in Time - Gulli Falk ft. Diddú and Stefán Jakobsson
-
Tónlist
-
Elska þig enn. Stefán Jakobsson
youtube