Gúmmískór

 Gúmmískór 2008   Smile

Blíðuveður börn að leik við Voga,

blessuð sólin skín í erg og gríð.

Í Reykjahlíð er allt af öðrum toga,

útnorðaustan belgingur og hríð.    ( Hermann Kristjánsson)           

 

 „Gúmmískór“ er ættarmót Vogunga.

Þá verða miklir fagnaðarfundir hjá  ættbálknum Voggum eins og þeir kallast í daglegu tali.

Voggar skiptast í þrennt ; Halla, Nasa og Fúsa , stytting á nöfnum bræðranna ; Þórhalls, Jónasar og Sigfúsar...Hallgrímssona.

Það er ekki að ástæðulausu sem nafnið gúmmískór varð fyrir valinu, því það hefur löngum verið til siðs að ganga í hvítbotna gúmmískóm í Vogum og þegar grasið er komið upp fyrir hvítu röndina er kominn tími til að slá.

 

Hátíðin mikla hefur verið haldin um Verslunarmannahelgina u.þ.b þriðja hvert ár. Alltaf sól ! Cool

Að þessu sinn var verið  á Vogatorfunni en ekki upp hraunum í Stórarjóðri eins og undan farin ár.

Hlaðan okkar í Vogum 3 var notuð í staðinn fyrir að leigja tjald og kom það frábærlega út. Borðum og stólum var raðað upp og útbúið ágætis svið innst í hlöðunni og hún skreytt með birkihríslum og ljóskerum, alger sómi bara.

Annars var dagskráin með þeim hætti að á föstudagskvöldinu um kl. 23  var hittast við Klofaklett og kveikt á kertum til minningar um gengna Vogunga og sem tákn um frið og vináttu. Alltaf jafn yndislegt.

Kveikt á kertum við Klofaklett

Formleg setning á laugardag með ávarpi og sungin vel valin lög s.s Vel er mætt, Hvað er svo glatt og Litla Stína .

Ratleikur og aðrir leikir í Hesthúslaut fyrir börnin okkar allra.

Sameiginlegt grill kl.17. við hlöðuna. Allt til staðar nema bara maturinn sem hver og einn kom með fyrir sig og sína.

Skemmtiatriði af ýmsum toga, það er svo mikið af hæfileikaríku fólki í þessari fjölskyldu.

Björn Jónas Þorláksson las úr nýjustu bók sinni „Villibörn“ mjög svo gaman að því.

Yngsta kynslóðin söng og sú næsta Blikkhús-bandið  gerði sitt.

 

Stefán

 

Sonurinn Stefán söng og spilaði eins og honum einum er lagið.
Það þarf nú að vera ein undantekning frá reglunni ha... þar sem Jón Árni í Víkurnesi var ekki heima, spilaði Friðrik Steingrímsson frá Grímsstöðum á harmonikkuna í gömlu dönsunum, eiginmaðurinn Jakob á bassa, Þórhallur Kristjánsson á trommur og Bóas Gunnarsson jr. á gítar..... og fleiri og fleiri sem of langt yrði að telja upp. Segja má að það sem eftir lifði kvelds eða nætur hafi flestir látið ljós sitt skína í spili og söng og náttúrulega dansað á fullu.... nema hvað !

Ætlunin hafði verið að labba upp í Stóra-rjóður og kveikja í brennu og bregða blysum á loft, en það var orðið of hvasst til þess.. ooo.

 

Á sunnudeginum var miðdagskaffi, allir komu með einhverjar kræsingar til að setja á hlaðborð.

Hin röggsama Margrét Bóasdóttir stjórnaði söngæfingu,  því það verða jú allir að læra að syngja „Fjárlögin“ og ævinlega fjór-radda að mývetnskum sið, takk fyrir.

Hátíðinni var slitið af góðri fráfarandi  nefnd og ný nefnd skipuð.

 

P.S það má alveg gera athugasemdir.. að ég tali nú ekki um að kvitta.. það væri flott !

 

HPIM0213


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oh gúmmiskór...svoooo gaman og yndislegt alltaf;)

tengdadóttirin þín eina og sanna (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 11:07

2 identicon

Bara að senda þér kveðjur mínar Edda kær, ég reyni að kíkja í kaffi með haustinu :)

þuríður (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband