Slysavarnardeildin mín heitir Hringur og ég er búin að starfa með henni í þrjá áratugi.
Þetta er góður og gefandi félagsskapur.
Mér þykir vænt um þetta félag og ekki síður konurnar sem ég hef kynnst þar í gegnum árin.
Það er holt og gott að leggja góðu málefni lið og eignast marga góða vini.
Við reynum að vera vakandi yfir því sem betur má fara í umhverfinu og því sem gæti hugsanlega valdið slysum, skoðum leiksvæði barna gerum kannanir á öryggi barna í bílum og bílbeltanotkun, höfum hjóladag, gefum endurskinsmerki og hugum að aðbúnaði aldraðra í heimahúsum og bjóðum þeim aðstoð svo eitthvað sé nefnt.
Fjáraflanir sem eru notaðar í góð málefni fara fram með ýmsum hætti, við búum til jólaskreytingar s.s kertaskreytingar fyrir kirkjurnar og fyrirtæki, skreytta grenikransa til að hengja á útihurðir og leiðiskrossa. Svo er keyrt með þetta í öll hús og bæi í sveitinni með aðstoð björgunarsveitarmanna og alltaf tekið vel á móti okkur. Sveitarfélagið styrkir okkur með því að kaupa af okkur kaffi og meðlæti til að hafa á sveitarstjórnarfundum.
Á haustin erum við með kaffihlaðborð og sjoppu á réttardaginn. Ég er kölluð pylsudrottningin" þar sem ég er búin að vera í sjoppunni svo lengi sem elstu menn muna .
Við eignuðumst nýtt og stórt tjald í sumar sem við erum alsælar með eftir allskonar tilfallandi skjóls allt frá þröngum skúrum, kerrum, hús og sumartjöldum sem vildu fjúka burt ef eitthvað var að veðri, einu sinni var svo mikið rok að við þurftum að hafa konur á tjald-spottunum til að fólk gæti drukkið í næði.
Við reynum að fara í heimsóknir til deildanna í nágrenninu og fá þær í heimsókn til okkar t.d fórum við í vor til Dalvíkur og þar var heldur betur tekið vel á móti okkur, við skoðuðum tæki og tól og borðuðum góðan mat og kökur í fína húsnæðinu þeirra, fórum í leiki (ég fékk verðlaun fyrir að veiða froska, fékk þessa líka flottu tösku).
Það eru haldin kvennaþing innan Landsbjargar annað hvert ár og höfum við fjölmennt á þau eftir bestu getu, t.d Gufuskálar .....þar lærðum við að segja að við værum frábærar og notum það oft, já og Eyða ..við borðuðum mikið nammi þar.
Núna í september fórum við þrettán héðan til Vestmannaeyja.
Aldrei verið eins góð þátttaka um 180 konur, alveg magnað bæði gagn og gaman ... og þemað, það var Grease " allt bleikt.....You are the one that I want !
Vestmanneyingar eru höfðingjar heim að sækja.
Nú fer að líða að því að við í Hring förum á smá námskeið til að takast á við væntanlegar jólaskreytingar, og ef að líkum lætur verður glatt á hjalla...... allt látið golsa " eins og einn góður maður sagði einu sinni.
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.
Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring.
Félagið á rætur sínar að rekja aftur til fullveldisársins 1918 þegar Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað. Slysavarnafélagið Landsbjörg var stofnað 2. október 1999 en þá sameinuðust Slysavarnafélag Íslands, sem var stofnað 1928 og Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, sem var stofnað 1991, en það varð til við samruna Landssambands Hjálparsveita skáta sem var stofnað 1971 og Landssambands flugbjörgunarsveita sem var stofnað 1974.
Við stofnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18 þúsund félögum
Innan félagsins starfa slysavarnadeildir um land allt sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys og óhöpp í sínu sveitarfélagi ásamt því að styðja við bakið á björgunarsveitunum, aðstoða þær við fjáraflanir og veita þeim margháttaðan stuðning vegna útkalla og aðgerða.
sveitastjórn sem er vikulega, réttarkaffi.
Vopnafjörður, kaffi á sjómannadaginn, laufabrauðsgerð f. þorrablót, flóamarkaður (gefur
vel) á sumardaginn fyrsta, mikið gert úr deginum.
Reykjavík, sjómannadagskaffi, bingó fyrir jól, happadrætti.
Ísafjörður, félagsvist 2x í mánuði, 1. maí kaffi fyrir verkalýðsfélagið (setja upp ákveðið verð),
línuhappadrætti 400 kr. línan, konurnar búa sjálfar til vinningana, deildin skaffar efnið.
Vestmannaeyjar, sjómannadagskaffi, vorsöfnum með því að senda gíróseðla í fyrirtæki.
Reykjanesbær, pakka í jólagjafir f. Glitnir (óróa) 10.000 stk. síðasta ári, vörutalning fyrir
Bónus, matur fyrir lögreglu og björgunarsveit á Ljósanótt, sjúkrakassar, fá hluta af
flugeldasölu.
19
Hálendið
Hópstjóri Fríður Birna Stefánsdóttir
Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík fóru í hálendisverkefnið til að hrista saman
björgunarsveit og kvennadeild, ofsalega gaman.
Vantar ullarteppi í skála.
Vantar stikur til að merkja hvar er símasamband.
Umræðu um gsm samband víðsvegar um landið. Umræðu um slys á fjöllum allt árið.
Rætt um Bieps tækið og þarf að kynna það betur fyrir félaginu.
Rætt um fæðið og verkstjórn.
Rætt um kvennasveit flugbjörgunarsveitarinnar.
Rætt um olíukostnað.
Meiripartur kvenna getur hugsað sér að taka þátt í hálendisverkefninu.
Erindrekstur
Hópstjóri Anna Kristjánsdóttir
Vita og vita ekki af erindrekstri
Lítið um heimsóknir
Vantar fræðslu
Betri kynningu á því hvað við getum sótt í gegnum erindreksturinn og hverju deildirnar
eiga rétt á.
Almennt viðist ekki mikið vitað um erindrekstur
Erindreki á að hitta hverja deild fyrir sig á hverjum stað.
Stjórnarmenn taki landið í fóstur í kringum sig og skipti landinu á milli sín.
Rekstur deilda
Hópstjóri, Jóhanna Halldórsdóttir Reykjanesbæ
Er réttmæt skipting á verkefnum í deildinni ?
Almennt vinnur stjórnin og nokkrar aðrar
Er mætt vel á fundi ?
Mæting er ca. 1/3 ¼ af félagskonum
Veistu hver verkefni deildarinnar eru ?
Skipað í nefndir hjá sumum
Veistu til hvers er ætlast af stjórn ?
Traust á stjórn
Gengur vel að fá konur inn í stjórn ?
Misjafnt eftir deildum
Gengur fjárhagur deildar vel ?
Fjáraflanir ganga vel t.d. taka að sér sérverkefni t.d. til að fjármagna ferð á kvennaþing.
Eru ákveðnir rekstrarliðir að sliga deildina eins og rekstur við hús ?
Gengur vel með húseignirnar, margar eiga sameiginlega með t.d. björgunarsveit.
Hefur verið leitað eftir að fá felld niður fasteignagjöld, lækka orkureikning og þess háttar ?
Þarf ekki
Fulltrúi slysavarnadeilda í stjórn
Hópstjóri Guðrún Dröfn Birgisdóttir
20
Skilyrðislaust að fá fulltrúa í stjórn
Nauðsynlegt að fulltrúi í stjórn fái einhverja reynslu, fái tækifæri til að rækta það.
Rætt um fulltrúa fyrir unglingadeild þar sem að unglingadeildir eru að byggja upp grunnin að
þeim sem taka við.
Koma sér saman um 1 fulltrúa fyrir kvenna og slysavarnadeildir landsins.
Þjónusta SL við deildir
Hópstjóri Birna E. Óskarsdóttir
Hefur þú komið í höfuðstöðvarnar: Af þeim konum sem voru í hópnum höfðu ekki allar komið í
höfuðstöðvarnar. Brýnt fyrir konum að kíkja endilega á skrifstofuna ef þær eru í bænum.
Veistu hvað félagið er að gera fyrir einingar, veistu hvert er hlutverk SL: Hvernig þjónustu
viljum við? Hin almenna kona upplifir ekki umgengni við skrifstofu, yfirleitt eru það
stjórnarkonur eða jafnvel bara formaður sem það gerir. Sumar eru neikvæðar gagnvart
skrifstofu, er það þá oft því þær heyra aðra kvarta. Kom samt fram að ýmislegt má betur fara.
Vantar t.d. meiri áhuga hjá skrifstofu á að hjálpa okkur, finnst skrifstofan sína meiri áhuga því
sem starfsfólk stingur upp á heldur en því sem kemur frá okkur. Finnst við fá oft loðin svör ef
þau eiga að leita svara fyrir okkur. Við þurfum að muna eftir að ýta á eftir þjónustu sem við
biðjum um frá skrifstofu, ekki bara að bíða, því í mörg horn er að líta. Margt er gott og ber að
þakka það. Skoða hvort við viljum sjá meiri pening frá höfuðstöðvunum inn í deildirnar.
Við viljum að fylgst sé betur með nafnalistum deilda, og að ýtt sé á deildir að senda inn nýja og
breytta lista, hafa meiri eftirfylgni, svo félagaskrá sé sem réttust.
Upplýsingapóstur á netinu Ágætur, maður fylgist með og veit hvað er að gerast. Talað var um
að vantaði netföng frá fleiri konum til að koma til þeirra upplýsingum.
Flestar virðast vita að við getum sótt um styrk til félagsins
Siðareglur: Flestar í hópnum vissu hverjar siðareglur félagsins eru. Sumar deildir lesa þær upp
öðru hvoru, t.d. þegar farið er í ferðalög o.fl.
Björgun: Fáar konur virðast fara á Björgun. Hvetjum konur til þess að sækja meira fyrirlestrana
sem eru yfirleitt mjög lærdómsríkir. Þær sem hafa sótt ráðstefnuna töluðu um að gott væri að
setja fyrirlestrana á netið á eftir, oft gripi maður ekki allt í einu og þá væri gott að geta lesið yfir
þá aftur. Mætti jafnvel taka upp á vídeo áhugaverða fyrirlestra sem hægt væri svo að skoða á
netinu. Konur virtust skoða blaðið Björgun en finnst vera aðallega fjallað um björgunarsveitir.
Sumt af því er kannski okkar, þurfum að vera duglegri að senda inn greinar um slysavarnamál.
Verkefni: Endurskinsmerkin finnast okkur of dýr. Væri örugglega hægt að fá þau ódýrari ef þau
eru fengin beint frá Kína en ekki í gegnum milliliði. Ef við biðjum um aðstoð við að leita eftir
vöru finnst okkur að leita þurfi eftir bestu verðum sem hægt er að fá líka, ekki bara fara í
gegnum milliliði. Við gerum oft frekar hlutina sjálfar en biðja um aðstoð við það.
Umferðaröryggisgæsla er ekki lengur og þótti það miður.
Hálendisgæslan: Þær konur sem hafa verið með í henni voru mjög ánægðar og hvöttu konur
endilega til þess að vera með strákunum í því. Við erum ekki þar bara til þess að elda. Sumar
konur kynntust landinu sínu upp á nýtt.
21
Fram kom að aðilar frá slysavarnasviði fari í 10. bekk í grunnskóla og farið er yfir slysavarnir í
umferðinni. Eru t.d. með myndskeið um hraðakstur og hvað hlýst af honum o.fl.
Fram kom að Eykyndilskonur gefa fermingarbörnum reykskynjara og fallegt kort með, kynna
þeim starfsemina hjá deildinni og síðan geta börnin komið með fyrirspurnir.
Umræður urðu um fatnað kvennadeilda. Vantar peysur sem hægt er að vera í inni við, og voru
konur óánægðar með nýja sniðið á peysunum, ná ekki yfir mjaðmir kvenna. Meiri ánægja var
með eldri gerðina og einnig efnið sem var í þeim. Hönnun á fatnaði þarf að miðast við
notandann, ekki rasslausar tískusýningardömur. Einnig mega vera til bolir og yfirfatnaður.
Nýlokið er við gerð Handbókar hjá félaginu sem afhenda á hverri einingu þess. Fram kom að
álíka handbók var til hjá Slysavarnafélaginu gamla.
Sumar deildir virðast vera komnar með allt í fastar skorður og þurfa ekki mikla nýjung frá
skrifstofu.
Fram kom að stjórn hefur ekki komið til allra deilda í heimsókn, mætti gera meira af því.
Örari erindrekstur. Erindrekstur gengur of hægt, þurfa að fara landið á styttri tíma, einum vetri
hámark.
Konur hafa ekki mikið sótt námskeið hjá Björgunarskólanum, en virtust vita að það er hægt.
Minnt var á að partur af okkar skyldu er að viðhalda þekkingu okkar, þurfum að muna það.
Margar deildir eru komnar með heimasíðu. Sumir eru duglegir að skoða þær og aðrir ekki. Fram
kom að verið er að vinna að nýrri síðu hjá félaginu og þar verða undirsíður frá deildum og
sveitum þar sem við getum uppfært sjálf.
Starfsmenn slysavarnasviðs hafa staðið sig mjög vel í undirbúningi fyrir þetta þing. Fram kom hjá
Eyjakonum að þær hafi komið í vor til þess að taka út leikvelli í bænum og héldu
undirbúningsfund í leiðinni, síðan hafi verið gott samband í allt sumar.
Við þurfum að muna að hafa jákvætt hugarfar því það fréttist út, þá koma fleiri og okkur fjölgar.
Önnur mál
1. Guðrún Dröfn frá Grindavík leggur til að haldið sé áfram að ræða það sem kom fram á
Gufuskálum í fyrra, þ.e.a.s. að fara á fullt að koma konu úr slysavarnadeildum inn í stjórn, þær
eru komnar með eina í sigtið, en vilja ekki gefa upp nafnið, mikilvægt að senda konur á
fulltrúaráðsþing til að koma konu að. Deildir á höfuðborgarsvæðinu og kringum það taka að sér
undirbúning fyrir þetta framboð. Samþykkt með lófataki. Mikilvægt að nýta þau 2 atkvæði sem
deildir hafa yfir að ráða.
2. Fríður Birna frá slysavarnadeild kvenna í Reykjavík.
Mikið hjartans mál sem hún vill leggja fram varðandi skemmuna á Gufuskálum. Hún ræddi við
Þór Magnússon staðarhaldara á Gufuskálum og fékk kosnaðaráætlun um að klára skemmuna,
það kostar u.þ.b. 10 milljónir.
Hún vill fá fólk úr einingum í nágrenninu við Gufuskála til að setja upp einangrun í skemmuna.
Fríður Birna stofnaði reikning þar sem einingar geta lagt inná svo að Þór geti klárað skemmuna.
Mikilvægt fyrir unglingadeildirnar að hafa skemmuna.
22
Hugmyndin útfærðist frekar að í apríl maí væri hægt að hjóla hringinn í kringum landið til að
safna fyrir skemmunni, það yrði hjólað milli kvennadeilda. Þetta myndi sýna hvað við erum
margar á landinu. ( innskot koma hjólandi á landsþing )
Fríður Birna útskýrir skemmuna og hvernig ástandið á henni er fyrir þeim sem ekki þekkja til.
Samþykkt að bæta skemmuna og leggja pening í það.
Fríður Birna spyr hverjar séu til í hjólatúr í vor og hvort það sé samþykkt, það er samþykkt og
Fríður Birna ætlar að skipuleggja það. Vill sína Þór að við ætlum að vera með.
Fríður Birna leggur til settar séu upplýsingar um reikninginn á heimasíðuna.
3. Helena Eydís Ingólfsdóttir frá Húsavík.
Varðandi kvennaþing 2010. Þakkar Eyjakonum fyrir gott þing. Þær eru þrjár frá Húsavík en eru
ekki í stjórn en hafa umboð og bjóðast til að halda næsta kvennaþing. Mývatnskonur hafa boðið
fram aðstoð sína. Sigrún Þorsteinsdóttir tekur við og bendir á að kvennaþing má breyta fyrra
skipulagi en samkvæmt fyrri ákvörðunum ætti næsta kvennaþing að vera á Gufuskálum
(Guðbjörg Jónsdóttir Reykjanesbæ bendir á að ef allur þessi fjöldi mætir næst þá bera
Gufuskálar ekki fjöldann og einnig vanti gistingu). Það er samþykkt að fara á Húsavík árið 2010.
4. Birna Óskarsdóttir og Petrea Jónsdóttir frá seltjarnarnesi.
Finnst gaman að vera með öllum þessum konum hefur mætt á öll kvennaþing. Slysavarnadeildin
Varðan Seltjarnarnesi eru 15 ára 15. nóvember og eru mjög montin af því. Ætla að gefa hverri
deild bók um það sem þær hafa verið að gera undanfarin ár. Biðja formenn deildanna að koma
og fá afhenta bókina. Starfsmenn SL af henda líka hverri deild handbók slysavarnadeilda.
5. Anna Kristjánsdóttir frá Akranesi:
Þakkar Eyjakonum kærlega fyrir móttökur. Kemur með ábendingu um að fyrir næsta kvennaþing
að bjóða stelpum úr björgunarsveitum, það séu of fáar konur úr björgunarsveitum hér og metur
það að þeim finnst ekki öllum að þær eigi að koma.
Fatnaður, þær vilja þynnri flíspeysur. ( Fríður Birna segir að þynnri peysur séu komnar).
Guðbjörg Jónsdóttir Reykjanesbæ vill endilega að konur í björgunarsveitum komi einnig því það
auki upplýsingaflæðið milli deilda.
Sigrún segir rauðu þunnu peysurnar séu ekki komnar að sinni bestu vitneskju og skrifstofunnar.
Það voru til þunnir jakkar og buxur sem var ætlað unglingadeildum og slysavarnadeildum.
Fríður Birna mælir ekki með þunnu peysunum vegna þess að gæði efnisins eru léleg.
Spurt er hvort slysavarnadeildum sé heimilt að nota gallana sem björgunarsveitir noti?
Kvennadeildir og sveitir séu að auka samstarf og alltaf er talað um að allir ættu að vera eins.
Þær eru mikið utanhúss og mundu vilja nota þann fatnað.
Sigrún svarar að bakvið gallan liggi ákveðin menntun og hæfni þá er ætlast til að sá sem noti
gallann hafi þá kosti.
Fríður Birna segir það sama gilda um peysurnar.
Guðmunda Eykyndli segir að hún hafi þurft að kaupa fatnað í gegnum sína vinnu og bendir á
önnur fyrirtæki eins og Tanni o.fl. séu með flíspeysur.
Margrét Laxdal frá Dalvík bendir á að blái gallinn hafi verið of lítill fyrir kvennadeildir.
Fríður Birna spyr hvað margar hafi farið á fyrstu hjálp og hverjar hafa tekið námskeið hjá
Björgunarskólanum. Mjög fáar hafa gert það. Hún hafði samband við björgunarskólann og
23
óskaði eftir námskeiði, hún fékk ekkert svar sendi aftur póst tveimur mánuðum seinna og síðan
klagaði hún í formann og síðan klagað framkvæmdastjóra. Og fékk aldrei neitt svar.
Sigríður Guðmundsdóttir er hrifin af bolnum sem starfsfólk er í og vill geta pantað þá, biður um
að við athugum það.
Sigrún segir að 66° séu með bolina og hægt sé fá þá merkta en bendir á að stærðir séu mjög
litlar.
Dúa hjá Hring í Mývatni mundi gjarnan vilja hafa vesti.
Sigrún svarar því að félagið hafi byrjað með ný vesti í hálendisgæslunni í sumar.
Fríður Birna segir að vestin sem notuð voru í hálendisgæslunni hafi ekkert andað og því var það
einungis notað í 1.klst. það hafi verið of heitt að vera í þeim.
6. Guðbjörg Jónsdóttir Reykjanesbæ
Langar að vita hvort það sé hægt að fá björgunarskólann til að hafa sér námskeið fyrir
kvennadeildir eins og skyndihjálp, áfallahjálp o.fl.
Sigrún, deildirnar hafa verið að biðja um mismunandi námskeið og það hafi verið farið
námskeið um allt landið en ekkert var haldið sökum áhugaleysis deilda. Deildir verða að koma
með ábendingar um það ef þær vilja fá önnur námskeið.
Upp kemur hugmynd að hafa fyrstu hjálpar námskeið á Gufuskálum.
7. Fríður Birna
Vill óska eftir því við slysavarnasvið að fá lista með öllum Slysavarnadeildun og nöfnum
formanna með símanúmerum. Vill að listinn sem er á heimasíðunni verði uppfærður.
Sigrún svarar því til að þessi listi verði sendur út. Samkvæmt skilum á ársreikningum og
árskýrslum og þannig hægt að sjá virkni deilda.
8. Anna Jensdóttir Patreksfirði:
Þakkar Eykyndilskonum frábærar móttökur og afhendir hátíðarfána sinn til Eykyndilskvenna. Þar
er afmælishóf 22. febrúar þar sem þær verða 75 ára.
Guðfinna Sveinsdóttir þakkar fyrir sig. Salurinn stendur upp og klappar duglega.
9. Sigrún Þorsteinsdóttir
Kynnir ráðstefnuna Björgun sem er á Grand hóteli 24 26 október. Fer yfir ýmis atriði.
10. Spurt er hvort sala verði á neyðarkallinum utan sveita ? Sigrún svarar því að það verði ef okkar
einingar nái ekki að manna alla sölustaði.
11. Petrea spyr eftir umræðu um Neyðarkallinn. Petrea segir að stjórnarmeðlimur hafi sagt að sala á
Neyðarkallinum sé aðeins fyrir björgunarsveitir.
Fríður Birna segir að fyrst hafi sala verðið ætluð fyrir björgunarsveitir. Núna er karlinn
sjóbjörgunarmaður.
Sigrún segir að allar deildir, slysavarnadeildir , unglingadeildir og björgunarsveitir geti selt
neyðarkallin og allur ágóðinn af sölunni fari til einingarinnar sem er að selja neyðarkallinn. Nú er
karlinn sjókall.
12. Sigrún kynnir sölu á Neyðarkallinum og stóra kallinum.
Fulltrúaráðsfund og þar sé fjárhagsáætlun og vera áberandi með því að mæta á viðburði og taka
þátt.
Landsþing í maí.
24
Praktísk atriði, og biður konur að setja nafnspjöldin í körfur.
Maturinn og svo hópmynd.
Minnir á Póley sé opin kertabúð.
Þakka eyjakonum fyrir frábært þing og góðar móttökur.
Punktarnir verða sendir út og biður deildir að fara yfir félagatalið
Sigrún kynnir afþreyingu í eyjum og hvað labbið er langt en hvetur allar konur til að koma út í
myndatöku áður en þær byrja á að borða.
13. Guðfinna Sveinsdóttir Eykyndli segir að á næsta ári verði deildin þeirra 75 ára.
Bendir konum á að Volare búðin sé opin og boðið verður upp á handmaska, sérstaklega fyrir
eyjakonur og starfsfólk sem eru búnar að vinna extramikið. Þakkar góða þátttöku og hvað
hlutirnir eru búnir að ganga vel, minnir á kærleikann sem er mikið afl og þær séu stoltar af
konunum og þakkar samstarf við okkur og slítur þinginu.
25
Mæting á kvennaþingið:
Svæði 1.
Slysavarnadeildin Hraunprýði
9 konur
Slysavarnadeild kvenna Reykjavík
15 konur
Slysavarnadeildin Varðan
8 konur
Svæði 2
Kvennasveitin Dagbjörg
19 konur
Slysavarnadeildin Þórkatla
18 konur
Svæði 4
Slysavarnadeild kvenna Akranesi
6 konur
Svæði 6
Slysavarnadeild kvenna Bíldudal
11 konur
Slysavarnadeildin Unnur
10 konur
Svæði 7
Slysavarnadeild kvenna Ísafirði
2 konur
Svæði 11
Björgunarsveitin Tindur
2 konur
Slysavarnadeild kvenna Akureyri
4 konur
Slysavarnadeild kvenna Dalvík
5 konur
Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði
2 konur
Svæði 12
Slysavarnadeildin Hringur
12 konur
Slysavarnadeild kvenna Húsavík
3 konur
Svæði 13
Slysavarnadeildin Sjöfn
4 konur
Svæði 18
Slysavarnadeildin Eykyndill
26 konur + 7 á laugardagskvöldið
Starfmenn, stjórn og stjórnandi
7 einstaklingar
Samtals:
163 konur og 170 á laugardagskvöldinu