Surtseyjarkaka !

 Surtseyjargosið varð lengsta gos Íslandssögunnar, því lauk 5. júní 1967.

Í tilefni af því að það eru 45 ár síðan Surtsey varð til, ætla ég að birta þessa uppskrift úr „Eldhúsbókinni “ frá október 1965 og heitir Surtseyjarkaka.

 

Surtseyjarkaka :

2. tertubotnar eftir eigin uppskrift

Smile

1/2. l rjómi þeyttur

2. 1/2 dl apríkósusulta- sett saman við rjómann

7. blöð matarlím lagt í bleyti í kalt vatn, það síðan tekið upp, vatnið kreist úr og brætt í skál yfir gufu

og sett ylvolgt saman við rjómann.

Smile 

120. gr súkkulaði - brætt

250. gr flórsykur - settur saman við

heitt vatn eftir þörf

smjör-klípa

Haft mátulega þykkt

Smile

2. stórar möndlu-makkarónukökur- muldar

50. gr gróft saxaðir hnetukjarnar

1. msk flórsykur - sigtaður yfir

Smile

Bleytið spring-form að innan með köldu vatni.

Formið á að vera jafnstórt og botnarnir

Leggið annan botninn í formi, þegar búðingurinn er aðeins farinn að stífna er honum hellt yfir botninn. hinn botninn lagður yfir og kakan látin á kaldan stað - minnst tvær klst.

Smile

Fyrst er kakan öll smurð með súkkulaðibráðinni

og síðan er muldum makkarónunum og hnetukjörnunum hrært saman við það sem eftir er af bráðinni og því smurt ofan á kökuna.

Flórsykri stráð yfir áður en kakan er borin fram

Verði ykkur að góðu !

P.S það má alveg kvitta í gestabókina. Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband