Beint í meginmál síðu.
Hvers vegna eiga Íslendingar að greiða Icesave?
Af hverju ætti fólk sem kom hvergi nálægt Icesave reikningunum að greiða fyrir þá, bara af því að þeir búa á Íslandi?" Þessarar spurningar spyr Nathan Lewis, sjóðsstjóri og pistlahöfundur á Huffington Post.
Lewis er ómyrkur í máli gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og segir hann rústa Íslandi og Lettlandi, sem eiga í miklum efnahagslegum erfiðleikum þessa dagana. Hann segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi frá því í byrjun níunda áratugar 20. aldar misleitt forystumenn ríkisstjórna um allan heim og haft í hótunum við þá svo að þeir greiddu af mislukkuðum veðum stórra peningamanna með skattfé.
Þá segist Lewis hafa áhyggjur af því að stjórnvöld á Íslandi verði neydd til þess að selja eigur ríkisins á brunaútsölu.
Lewis endar grein sína á því að það eigi að leggja niður Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Flokkur: Bloggar | 4.9.2009 | 00:05 (breytt kl. 01:08) | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Tónlist
Ýmislegt
Gestir
Tónlist
- A Glimpse in Time - Gulli Falk ft. Diddú and Stefán Jakobsson
-
Tónlist
-
Elska þig enn. Stefán Jakobsson
youtube
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.