Surtseyjargosið varð lengsta gos Íslandssögunnar, því lauk 5. júní 1967.
Í tilefni af því að það eru 45 ár síðan Surtsey varð til, ætla ég að birta þessa uppskrift úr Eldhúsbókinni frá október 1965 og heitir Surtseyjarkaka.
Surtseyjarkaka :
2. tertubotnar eftir eigin uppskrift
1/2. l rjómi þeyttur
2. 1/2 dl apríkósusulta- sett saman við rjómann
7. blöð matarlím lagt í bleyti í kalt vatn, það síðan tekið upp, vatnið kreist úr og brætt í skál yfir gufu
og sett ylvolgt saman við rjómann.
120. gr súkkulaði - brætt
250. gr flórsykur - settur saman við
heitt vatn eftir þörf
smjör-klípa
Haft mátulega þykkt
2. stórar möndlu-makkarónukökur- muldar
50. gr gróft saxaðir hnetukjarnar
1. msk flórsykur - sigtaður yfir
Bleytið spring-form að innan með köldu vatni.
Formið á að vera jafnstórt og botnarnir
Leggið annan botninn í formi, þegar búðingurinn er aðeins farinn að stífna er honum hellt yfir botninn. hinn botninn lagður yfir og kakan látin á kaldan stað - minnst tvær klst.
Fyrst er kakan öll smurð með súkkulaðibráðinni
og síðan er muldum makkarónunum og hnetukjörnunum hrært saman við það sem eftir er af bráðinni og því smurt ofan á kökuna.
Flórsykri stráð yfir áður en kakan er borin fram
Verði ykkur að góðu !
P.S það má alveg kvitta í gestabókina.
Flokkur: Matur og drykkur | 14.11.2008 | 21:41 (breytt 15.11.2008 kl. 01:05) | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Tónlist
Ýmislegt
Gestir
Tónlist
- A Glimpse in Time - Gulli Falk ft. Diddú and Stefán Jakobsson
-
Tónlist
-
Elska þig enn. Stefán Jakobsson
youtube
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.