Tek undir hvert orð !

 Reykjavíkurflugvöllu

Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna Akureyri beinir því til stjórnvalda og borgaryfirvalda að núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði tryggð til frambúðar. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundinum í gær.

„Verði hugmyndir um að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavíkurflugvelli að veruleika er einsýnt að mikil afturför verður í bráðaþjónustu við þá landsmenn sem þurfa að komast til Landsspítala- háskólasjúkrahúss, með sjúkraflugi.

Mikilvægi nálægðar flugvallarins og sjúkrahússins er ótvírætt og getur skipt sköpum, auk þess sem flugvöllurinn gegnir lykilhlutverki í öryggisneti landsins.

Aðalfundurinn minnir á að í höfuðborginni eru staðsettar höfuðstöðvar stjórnsýslu landsins, auk flestra opinberra stofnana landsins á sviði viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðismála. Sú staðreynd kallar á greiðar samgöngur til og frá höfuðborginni, eigi Reykjavík að geta staðið undir nafni sem höfuðborg allra landsmanna.

Flutningur á miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavíkurflugvelli er því óviðunandi afturför,“ segir í ályktun fundarins.

Vilja að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefjist sem fyrst

Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri styður eindregið gerð Vaðalheiðarganga og telur mikilvægt að framkvæmdir hefjist sem fyrst, að því er segir í ályktun aðalfundarins.

Gerð ganganna muni styrkja atvinnulífið við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum og bæta búsetuskilyrði til muna.

„Aðalfundurinn hvetur stjórnvöld til að standa við bakið á heimaaðilum, enda liggi fyrir fullnægjandi gögn um kostnað og rekstur ganganna.

Bent er sérstaklega á að Vaðlaheiðargöng koma til með að auka til muna öryggi vegfarenda og verða góð samgöngubót,“ segir ennfremur í ályktuninni.


mbl.is Reykjavíkurflugvöllur verði ekki fluttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband