Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna Akureyri beinir því til stjórnvalda og borgaryfirvalda að núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði tryggð til frambúðar. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundinum í gær.
Verði hugmyndir um að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavíkurflugvelli að veruleika er einsýnt að mikil afturför verður í bráðaþjónustu við þá landsmenn sem þurfa að komast til Landsspítala- háskólasjúkrahúss, með sjúkraflugi.
Mikilvægi nálægðar flugvallarins og sjúkrahússins er ótvírætt og getur skipt sköpum, auk þess sem flugvöllurinn gegnir lykilhlutverki í öryggisneti landsins.
Aðalfundurinn minnir á að í höfuðborginni eru staðsettar höfuðstöðvar stjórnsýslu landsins, auk flestra opinberra stofnana landsins á sviði viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðismála. Sú staðreynd kallar á greiðar samgöngur til og frá höfuðborginni, eigi Reykjavík að geta staðið undir nafni sem höfuðborg allra landsmanna.
Flutningur á miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavíkurflugvelli er því óviðunandi afturför, segir í ályktun fundarins.
Vilja að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefjist sem fyrst
Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri styður eindregið gerð Vaðalheiðarganga og telur mikilvægt að framkvæmdir hefjist sem fyrst, að því er segir í ályktun aðalfundarins.
Gerð ganganna muni styrkja atvinnulífið við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum og bæta búsetuskilyrði til muna.
Aðalfundurinn hvetur stjórnvöld til að standa við bakið á heimaaðilum, enda liggi fyrir fullnægjandi gögn um kostnað og rekstur ganganna.
Bent er sérstaklega á að Vaðlaheiðargöng koma til með að auka til muna öryggi vegfarenda og verða góð samgöngubót, segir ennfremur í ályktuninni.
Reykjavíkurflugvöllur verði ekki fluttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.2.2012 | 14:40 (breytt kl. 14:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljómsveitin Dimma og Sólstafir ætla að þeysast norður og leika á Græna Hattinum föstudagskvöldið 24. feb.
Sólstafir eru að fylgja eftir plötu sinni "Svartir Sandar" sem kom út síðastliðið haust og hefur fengið gríðar góða dóma víðsvegar um heiminn.
Frábært hjá þeim !
http://soundcloud.com/dimmamusic/thungur-kross-2012
En hér Dimma, Stefán Jakobsson söngvari, Birgir Jónsson trommuleikari. Bræðurnir, Silli og Ingó Geirdal á bassa og gítar :-D)
Bloggar | 12.2.2012 | 18:17 (breytt kl. 22:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veggjöld standi ekki undir kostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2012 | 03:39 (breytt 29.1.2012 kl. 00:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Mínir tenglar
Tónlist
Ýmislegt
Gestir
Tónlist
- A Glimpse in Time - Gulli Falk ft. Diddú and Stefán Jakobsson
-
Tónlist
-
Elska þig enn. Stefán Jakobsson
youtube
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun
- Tíu bækur tilnefndar til Hagþenkis
- Boðar ekki fund og verkföll fram undan að óbreyttu
- Gjöldum dembt á í blindni
- Þörf á fleiri læknum
- Skriður kominn á viðræðurnar
- Heimilisbrauð helmingi ódýrara í Prís en Bónus
- Mál skipverjanna fellt niður og rannsókn hætt
- Nýtt erfðakort eykur skilning á heilsu og frjósemi
- Arna McClure mun enn sæta rannsókn
Viðskipti
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu
- Hafa lokið 4 milljarða fjármögnun
- Tilnefna í stjórn Kaldvíkur
- Sóttu 123 milljónir í fyrstu lotu
- Mikil áhætta að vera í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki
- Þreifingar í gangi á milli Mýflugs og Norlandair
- Ölgerðin kaupir Gæðabakstur
- Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun
- Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn
- Grallarar á bak við tilboðið