Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Úlfaldi úr mýflugu 2010

Hvað er Úlfaldinn?

Úlfaldinn er tónlistarveisla sem haldin hefur verið í Mývatnssveit frá árinu 2008
Hátíðin verður haldin helgina 9. - 10. júli
 
Aðgangur er ókeypis á tónleikana og ekkert aldurstakmark.Tjaldsvæði er í göngufæri við tónleikahlöðuna.

Um Úlfaldann ...

Sagan á bak við Úlfaldann:
Það var einn dag í okótber 2007 að Beta hringdi í Stefán og spurði hvort það væri ekki sniðugt að hafa tónleika í hlöðu föður hennar sem stóð ónotuð í Reykjahlíð við Mývatn. Stefán sagði strax já þar sem hann hafi lengi velt því fyrir sér að halda tónleika í sveitinni en alltaf vantað staðsetningu. Þar með var það ákveðið, tónleikar yrðu haldnir sumarið eftir en ekki ákveðið í hvaða formi það yrði.
Svo gerðist ekkert fyrr en upp úr áramótum þá fóru þau að ræða þetta af alvöru og í mars hittust þau á óformlegu órómantísku stefnumóti í hlöðunni. Þar voru línurnar lagðar að því sem koma skyldi en það var ljóst að mikið verk var fyrir höndum. Í hlöðunni voru yfir 350 m3 af tæplega 15 ára gömlu heyi sem þurfti að hreinsa út en stærstu verkin voru þó að gera stórt gat á hlöðuna og fella millivegg sem skipti henni í tvennt. Margar helgar fóru í þessa vinnu og nutum við mikillar og góðrar aðstoðar frá vinum og bændum og búaliði.
Meðfram þessu öllu saman þurfti að finna hljómsveitir til að spila, safna styrkjum, auglýsa tónleikana, útvega hljóðkerfi, leyfi, kamar og allt hvaðeina.
Allt gekk þetta upp að lokum og urðu tónleikarnir að veruleika 12. júlí 2008.
Úlfaldi úr Mýflugu 2008:
Það voru eintómar toppsveitir sem við fengum til að spila á fyrstu hátíðinni: Hraun, Jan Mayen, Vicky Pollard og Thingtak. Auk þess bættust strákarnir í Ælu við á síðustu stundu og spiluðu nokkur lög.
Tónleikarnir stóðu yfir frá 20:00-00:00 og á tímabili voru um 450 manns á svæðinu. Allt saman gekk vel og tónleikagestir létu vel af tónlistinni og stemningunni. Eftir að tónleikum lauk var haldið út í Rjóður þar sem gleðin var við völd fram undir morgun.
 

 Hljómsveitarlisti 2010

Föstudagur hefst kl. 19:00

Tom Hannay (UK)

Árstíðir

Kiriyama family

Nögl

Thingtak

Endless dark

 

Laugardagur hefst kl 18:00

Baggabandið

Of monsters and men

Some shape to enter (DK)

Bróðir Svartúlfs

Nevolution

Cliff Clavin

Jan Mayen

Agent Fresco

 hlada_20100417_1394162548

 http://ulfaldinn.is/   Smile


Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband