Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Konur, konur ! Spörum ekki í þessu !
Ekki hætta að fara í þær skoðanir sem við þurfum ! Þær skipta máli !
Sleppum frekar að panta pizzu einu sinni eða tvisvar...fara í bíó...kaupa krem...eða skó, af nógu er að taka sem hægt er að skipta út.
Komum kvenna á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands í hópskoðun hefur fækkað um 7-12% frá 1. október til 1. mars miðað við sama tímabil í fyrra. Komugjald vegna skoðunarinnar er nú 3.400 krónur. ( var 3.000 kr. í fyrra )
Líkleg ástæða fyrir færri komum er sú að horft sé í kostnaðinn, að því er Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á leitarstöðinni, segir.
Heildarkomutölur fyrir árið í fyrra liggja ekki fyrir en leghálsskoðanir árið 2007 voru tæpar 33.000, þar af á leitarstöðinni í Reykjavík 13.000.
Tæpar 1.600 af heildarfjöldanum voru með afbrigðileg frumustrok. Um 550 voru sendar í vefjasýnatöku.
Sýnatökurnar leiddu til þess að um 300 konur fóru í keiluskurð.
P.S. Verkalýðsfélög mörg hver greiða skoðun fyrir sína félaga komi þeir með kvittun.
Gert að spara í krabbameinsleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.3.2009 | 11:18 (breytt kl. 11:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er svo gaman að fara út á ís og vitja um netin sérstaklega ef veðrið er skaplegt.
Ekki er verra ef það veiðist eitthvað, því fátt er betra að vetri en nýr silungur undan ís. Algert lostæti. Í Mývatnssveit er silungur aldrei nefndur fiskur, það er óvirðing.
Við Kobbi fórum síðustu helgi að vitja um netin ásamt Hörpu Maríu og vinkonu hennar Írisi sem voru hjá okkur.
Ef við förum á bílnum förum við út á ísinn við Neslandavík eða Vindbelg og tökum stefnuna á Geitey þar sem netin liggja.
Fyrst þarf að bora gat á ísinn með þar til gerðum ísbor sem er nokkuð stór og mikill. Síðan er notaður kafari sem er með stöng sem á er flotholt, í stöngina er bundið band og lengdin fer eftir netunum sem nota á. Bandið er með merki á ákveðnum stað og það notað sem mið. Kafaranum sem sem liggur rétt undir ísnum er stjórnað með bandinu þannig að hann skríður áfram þegar togað er í bandið.( Svolítið erfitt að koma orðum að þessu ) Það betra er að tveir séu við þetta verk.
Fyrsti kafarinn sem kom í sveitina var sendur til Jóns í Neslöndum af vesturförum í Winnipeg, eitthvað fyrir aldamótin 1900 og síðan hafa aðrir smíðaðir eftir honum.
Kafarinn
Oft þarf að brjóta niður úr ísnum það sem hefur frosið frá því síðast.
Harpa María og Íris hjálpuðu við að hreinsa frá vökinni.
Vökin verður að vera merkt með birkigrein..
Edda ánægð með veiðina
Silungurinn er soðinn á sérstakan hátt, fyrst er hann reyðaður/flakaður, skorinn í stykki og síðan látinn í kalt vatn, saltaður með grófu salti og soðinn við lítinn hita þangað til hann ystir í pottinum. Því meiri ystingur því betri silungur. Það er eiginlega varla hægt að segja að suðan komi upp. Fylgst er vel með öllu ferlinu af alúð. Við gerum stundum góða silungssúpu úr soðinu til að hafa með, ekki ólíka lúðusúpu. Og það voru glaðir veiðimenn sem settust að borðum þetta kvöldið.
Bloggar | 6.3.2009 | 00:59 (breytt 17.3.2009 kl. 12:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er ég gekk mér til ánægju í vetrarfegurðinni hér í Mývatnssveitinni tók ég þessa mynd og langaði að deila henni með ykkur.
Mér var líka hugsað til þessa lags í einveru minni og er eitt af mínum uppáhalds lögum og læt það því fylgja með.
Vetrarsól
ef þú átt engan vin.
Hvers virði er að eignast allt
í heimi hér
en skorta það eitt
sem enginn getur keypt.
Hversu ríkur sem þú telst
og hversu fullar hendur fjár,
þá áttu minna en ekki neitt
ef þú átt engan vin.
Það er komin vetrartíð
með veður köld og stríð
ég stend við gluggann
myrkrið streymir inn í huga minn.
Þá finn ég hlýja hönd
sál mín lifnar við,
eins og jurt sem stóð í skugga
en hefur aftur litið ljós,
mín vetrarsól.
höf. ljóðs: Ólafur Haukur
lag: Gunnar Þórðarson
Bloggar | 2.3.2009 | 22:35 (breytt 3.3.2009 kl. 22:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Mínir tenglar
Tónlist
Ýmislegt
Gestir
Tónlist
- A Glimpse in Time - Gulli Falk ft. Diddú and Stefán Jakobsson
-
Tónlist
-
Elska þig enn. Stefán Jakobsson
youtube