Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Frábært !

Þetta er náttúrlega bara yndislegt, alltaf gott að fá útrás í söng  Whistling   Ísland er landið !
mbl.is Þjóðkórinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveikjum vonarneista

 

Mótmæla og samstöðufundur í Dimmuborgum Mývatnssveit. 

 

hpim0453.jpg

 

Nú hafa nokkrar breytingar orðið á æðstu stöðum í þjóðfélaginu, en ekki öll kurl komin til grafar ennþá.

Það er því full þörf á að minna á að kröfum þeirra sem hafa haldið uppi mótmælum um land allt hefur ekki verið svarað að fullu ennþá. Þeim sem standa að mótmælum hér í Mývatnssveit finnst því rétt að safnast saman á ný og láta af sér vita.

Okkur finnst ekki minna vert um að hittast, sýna samhug og þjappa okkur saman fyrir komandi tíma. Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn.

Þemað að þessu sinni er að tendra vonarneista í eigin brjósti, kveikja á friðarkertum með þessum vonarneista og senda von og frið til þjóðfélagsins alls. Heart

Staðsetning sem fyrr á Hallarflöt í Dimmuborgum kl. 15.00 laugardaginn 31.jan.

Allir velkomnir !

Komið endilega með kerti.

Sameinuð stöndum við Smile


Jæja hvað á finnst mönnum um þetta...ég bara spyr ???

Afsöluðu eignum til maka sinna.

Nokkrar fyrrverandi yfirmenn hjá Kaupþingi afsöluðu húseignum sínum á maka sína áður en bankinn fór í þrot. Á sama tíma fullyrtu yfirmenn bankans að Kaupþing væri ekki í hættu.

Þann 25. september 2008 samþykkti stjórn Kaupþings að fella niður allar persónulegar ábyrgðir starfsmanna sinna af lánum sem þeir höfðu fengið vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Lánin nema um 50 milljörðum króna. Ef sýnt þykir að afsölin hafi verið málamyndagerningar þá má ganga á eignirnar vegna skulda.

Á þessum tíma benti ekkert til þess, að minnsta kosti opinberlega, að Kaupþing væri í vandræðum umfram aðra banka í bankakreppunni. Ríkið tilkynnti nokkurs konar yfirtöku á Glitni 29. september. Stjórnarformaður Kaupþings var spurður 3. október hvort hætta væri á að Kaupþingi yrði lokað helgina á eftir en hann sagði svo ekki vera.

Þann 6. október fékk Kaupþing risalán frá Seðlabankanum og sama dag voru sett neyðarlög. Þann 9. október daginn eftir að breski forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann lokuðu fyrirtæki Kaupþings í Bretlandi var ljóst að dagar Kaupþings voru taldir. Það var ekki fyrr en þarna var komið að almenningi varð ljóst að bankinn var kominn í þrot og allir hluthafar höfðu tapað sínu. Svo vill hins vegar til að sex fyrrverandi framkvæmdastjórar og forstöðumenn hjá Kaupþingi virðast einhverra hluta vegna ákveðið á tímabilinu 31. ágúst til 8. október að afsala eiginkonum að fullu húseignum sínum þar sem þeir eiga lögheimili. Framkvæmdastjórar Kaupþings á þessum tíma voru um 10 og forstöðumennirnir um 60.

Innlendar fréttir | 28.01.2009 20:13     ruv.is


Út yfir allt velsæmi !

Ég á ekki orð !!!

Er ekki allt í lagi „ heima “ hjá þessu fólki ?

Er ekki verið að beina spjótum sínum að röngum aðilum ?

Það er örugglega ekki öfundsvert að stunda lögreglustörf um þessar mundir og erfitt fyrir aðstandendur þeirra að vita af þeim í eldlínunni þar sem allt virðist geta gerst.

Það á ekki að persónugera lögregluna með þessum hætti .. að ráðast á friðhelgi heimila þeirra og fjölskyldna... hvílík lágkúra og aumingjaskapur !!!

 

 


mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælastaða í Mývatnssveit.

 

Við ætlum ekki að hætta mótmælaaðgerðum.

Gullkálfurinn

Mótmælafundur verður haldinn í Dimmuborgum laugardaginn 24.jan kl. 15.00.

Verðum annað hvort á Hallarflöt eða bílastæðinu, veður ræður því.

Þema fundarins verður að reisa við fallið Ísland.

Margar hendur vinna létt verk og eru tilbúnar að leggja nýja Íslandi lið.

 

 Gullkálfurinn.

Öllum er frjálst að tjá sig eða halda ræðu, bara láta vita fyrst.

Við höldum áfram að láta raddir okkar heyrast og mætum hress.

Ekki er vitlaust að hafa eitthvað til að bíta í og heitt á brúsa.

Fundurinn endar með íhugun í friði og þögn.

Fyrir Ísland !

Fyrir framtíðina !

 


„ Gömul frétt “

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem styr hefur staðið um St. Jósefspítala  eða einhliða ákvarðanir hafa verið teknar um hann. Það stóð til að  draga úr framlögum um 48% árið 1992 og gera verulegar breytingar á rekstri spítalans.  Einhliða ákvörðun  eins og nú, án samráðs við Hafnarfjarðarbæ, eignaraðila að spítalanum á móti ríkinu.  Þessum áformum var mótmælt einróma af bæjarráði. Bandalag kvenna Hafnafirði sendi þáverandi heilbrigðisráðherra Sighvati Björgvinssyni bréf, ályktun fundar þar sem komu fram áhyggjur kvenna vegna breytinga á rekstri spítalans sem hefði þjónað Hafnfirðingum og nágrenni af kostgæfni. Tíundað um gjafir mikilvægra og dýrra tækja og annars frá félagasamtökum og einstaklingum sem sýndu hug íbúa til spítalans. Þá var einnig sagt brýnt að rekið yrði áfram deildarskipt sjúkrahús og það uppbyggingarstarf sem þar væri unnið fengi að dafna. B.K.H. skoraði á ráðherra að draga áform sín um lokun sjúkrahússins til baka.

Ekki var látið staðar numið heldur efnt til undirskriftarsöfnunar sem skilaði yfir tíu þúsund undirskriftum íbúa Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps, sem afhentar voru Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra og forseta Alþingis Salóme Þorkelsdóttur.

Já þetta var þá....


mbl.is Fordæma lokun St. Jósefsspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár !

„Bara einn kall úti á túni að skjóta upp flugeldum “Harpa María dótturdóttir mín.... sú elsta (13) lýsir áramótunum hér í Mývó þannig. Smá ýkjur hahahaha og við eigum býsna skotglaðan nágranna.

Við áttum ágæt jól, og rjúpurnar voru góðar.

Halo Sungum við messu á jóladag og prestinum varð á í messunni....skellti bara inn sálmi sem ekki var á dagskránni og byrjaði að syngja hann, svo við...sem vorum byrjuð að syngja „Nóttin var sú ágæt ein“ snérum okkar kvæði í kross með hraði yfir í „ Fögur er foldin“. Organistanum var svo mikið um þetta að hann varð að fá sér róandi eftir messu. Pinch

Við borðuðum hangikjötið öll saman í gömlu Vogum eins og við erum orðin vön að gera.  Fórum á jólaball með barnabörn og svo var afmæli Kobba þann 29. des.

Engum boðið svo sem en það koma þeir sem koma vilja, ég hef alltaf eitthvað á borðum og spennandi er að sjá hverjir birtast, núna komu m.a Hinrik og Sigga sem hafa ekki komið í mörg ár og var þetta hin ánægjulegasta kvöldstund.

Guðrún Elísabet bauð okkur og Stefáni, Hildu og Júlíu til sín á Akureyri um áramótin sem var indælt og hreindýrið „Rúdólfur“ var snilldar gott hjá henni.

Við færðum okkur svo um set til tengdaforeldra hennar sem búa ofar í bænum með gott útsýni. Það var fárbært að fylgjast með flugeldunum þaðan, þau höfðu nú á orði að þetta væri töluvert minna en í fyrra. Wizard

En allt var gott við saman fjölskyldan, eins og okkur líður best sæl og glöð.

Já, og ég var ánægð með áramótaskaupið, ef einhver skildi spyrja.

Megi Guð gefa okkur öllum gott og farsælt ár !


Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband