Konur, konur ! Spörum ekki .....

Konur, konur ! Spörum ekki í þessu !

Ekki hætta að fara í þær skoðanir sem við þurfum ! Þær skipta máli !

Sleppum frekar að panta pizzu einu sinni eða tvisvar...fara í bíó...kaupa krem...eða skó, af nógu er að taka sem hægt er að skipta út.

Komum kvenna á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands í hópskoðun hefur fækkað um 7-12% frá 1. október til 1. mars miðað við sama tímabil í fyrra. Komugjald vegna skoðunarinnar er nú 3.400 krónur. ( var 3.000 kr. í fyrra )

Líkleg ástæða fyrir færri komum er sú að horft sé í kostnaðinn, að því er Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á leitarstöðinni, segir.

Heildarkomutölur fyrir árið í fyrra liggja ekki fyrir en leghálsskoðanir árið 2007 voru tæpar 33.000, þar af á leitarstöðinni í Reykjavík 13.000.

Tæpar 1.600 af heildarfjöldanum voru með afbrigðileg frumustrok. Um 550 voru sendar í vefjasýnatöku.

Sýnatökurnar leiddu til þess að um 300 konur fóru í keiluskurð.

P.S. Verkalýðsfélög mörg hver greiða skoðun fyrir sína félaga komi þeir með kvittun.


mbl.is Gert að spara í krabbameinsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband