Að vaka „ yndir “ ís ...

Hverfjall

Það er svo gaman að fara út á ís og vitja um netin sérstaklega ef veðrið er skaplegt.

Ekki er verra ef það veiðist eitthvað, því fátt er betra að vetri en nýr silungur undan ís. Tounge  Algert lostæti. Í Mývatnssveit er silungur aldrei nefndur fiskur, það er óvirðing.

Við Kobbi fórum síðustu helgi að vitja um netin ásamt Hörpu Maríu og vinkonu hennar Írisi sem voru hjá okkur.

Ef við förum á bílnum förum við út á ísinn við Neslandavík eða Vindbelg og tökum stefnuna á Geitey þar sem netin liggja.

Fyrst þarf að bora gat á ísinn með þar til gerðum ísbor sem er nokkuð stór og mikill. Síðan er notaður „ kafari “ sem er með stöng sem á er flotholt, í stöngina er bundið band og lengdin fer eftir netunum sem nota á. Bandið er með merki á ákveðnum stað og það notað sem mið.  „ Kafaranum “ sem sem liggur rétt undir ísnum er stjórnað með bandinu þannig að hann skríður áfram þegar togað er í bandið.( Svolítið erfitt að koma orðum að þessu Wink ) Það betra er að tveir séu við þetta verk. 

Kafarinnj 

 Fyrsti kafarinn sem kom í sveitina var sendur til Jóns í Neslöndum af vesturförum í Winnipeg, eitthvað fyrir aldamótin 1900 og síðan hafa aðrir smíðaðir eftir honum.

 

Kafarinn

 

                                                                                                                                 

 

Oft þarf að brjóta niður úr ísnum það sem hefur frosið frá því síðast.

hpim0199_806095.jpg

 

 

Harpa María og Íris     

Harpa María og Íris hjálpuðu við að hreinsa frá vökinni.

Vökin „ verður “ að vera merkt með birkigrein.. 

eða það segir Hinrik í Vogum.                                              Edda ánægð með veiðina

 

Edda ánægð með veiðina

 

 

 

 

Silungurinn er soðinn á sérstakan hátt, fyrst er hann reyðaður/flakaður, skorinn í stykki og síðan látinn í kalt vatn, saltaður með grófu salti og soðinn við lítinn hita þangað til hann ystir í pottinum. Því meiri ystingur því betri silungur. Það er eiginlega varla hægt að segja að suðan komi upp. Fylgst er vel með öllu ferlinu af alúð. Við gerum stundum góða silungssúpu úr soðinu til að hafa með, ekki ólíka lúðusúpu. Og það voru glaðir veiðimenn sem settust að borðum þetta kvöldið.  Grin

hpim0231a.jpg           hpim0230a.jpg      hpim0232.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta smarta

Nammi namm Edda.

Þú lýsir þessu svo flott að ég finn næstum bragðið af þessum indæla mat, sem ekki má nefna ( þú veist ).  Vona að þið hafið það öll sem best .  Knús,knús

Marta smarta, 9.3.2009 kl. 00:11

2 identicon

Namm! Verði ykkur að góðu.

Tinna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:02

3 Smámynd:  (netauga)

Svo endalaust góður bara, takk, takk

(netauga), 13.3.2009 kl. 09:12

4 identicon

Þetta eru spennandi veiðar í gegnum vök, ég þarf að koma tengdaföður mínum í svona veiðar, hann er nú einu sinni sérfræðingur í veiðitækni..

þuríður (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:55

5 identicon

glæsileg umfjöllun og þakkir fyrir það garnagaul sem þú hefur komið af stað;)

Stefan jak mömmu son.. (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband