Jæja hvað á finnst mönnum um þetta...ég bara spyr ???

Afsöluðu eignum til maka sinna.

Nokkrar fyrrverandi yfirmenn hjá Kaupþingi afsöluðu húseignum sínum á maka sína áður en bankinn fór í þrot. Á sama tíma fullyrtu yfirmenn bankans að Kaupþing væri ekki í hættu.

Þann 25. september 2008 samþykkti stjórn Kaupþings að fella niður allar persónulegar ábyrgðir starfsmanna sinna af lánum sem þeir höfðu fengið vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Lánin nema um 50 milljörðum króna. Ef sýnt þykir að afsölin hafi verið málamyndagerningar þá má ganga á eignirnar vegna skulda.

Á þessum tíma benti ekkert til þess, að minnsta kosti opinberlega, að Kaupþing væri í vandræðum umfram aðra banka í bankakreppunni. Ríkið tilkynnti nokkurs konar yfirtöku á Glitni 29. september. Stjórnarformaður Kaupþings var spurður 3. október hvort hætta væri á að Kaupþingi yrði lokað helgina á eftir en hann sagði svo ekki vera.

Þann 6. október fékk Kaupþing risalán frá Seðlabankanum og sama dag voru sett neyðarlög. Þann 9. október daginn eftir að breski forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann lokuðu fyrirtæki Kaupþings í Bretlandi var ljóst að dagar Kaupþings voru taldir. Það var ekki fyrr en þarna var komið að almenningi varð ljóst að bankinn var kominn í þrot og allir hluthafar höfðu tapað sínu. Svo vill hins vegar til að sex fyrrverandi framkvæmdastjórar og forstöðumenn hjá Kaupþingi virðast einhverra hluta vegna ákveðið á tímabilinu 31. ágúst til 8. október að afsala eiginkonum að fullu húseignum sínum þar sem þeir eiga lögheimili. Framkvæmdastjórar Kaupþings á þessum tíma voru um 10 og forstöðumennirnir um 60.

Innlendar fréttir | 28.01.2009 20:13     ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi "vinna" þeirra er greinilega bara "í takt" við annað í bankakerfinu.  Ætli eitt og annað eigi ekki eftir að koma "uppá yfirborðið".   Í dag er þetta sennilega eins og "ísjakinn", það "stóra" undir yfirborðinu.  

Á meðan þeir töldu "almenningi" trú um að allt væri í "topp standi" hjá "bankakerfinu", voru þeir á kafi í því að "bjarga" sér og sínum.

  Hvað svo með allt "fjármagnið" sem virðist hafa gufað upp ? 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:48

2 Smámynd:  (netauga)

Jebb, örugglega borgarísjaki  og varla er sofið með peningana undir koddanum 

(netauga), 28.1.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband