Þetta er ekki í fyrsta skipti sem styr hefur staðið um St. Jósefspítala eða einhliða ákvarðanir hafa verið teknar um hann. Það stóð til að draga úr framlögum um 48% árið 1992 og gera verulegar breytingar á rekstri spítalans. Einhliða ákvörðun eins og nú, án samráðs við Hafnarfjarðarbæ, eignaraðila að spítalanum á móti ríkinu. Þessum áformum var mótmælt einróma af bæjarráði. Bandalag kvenna Hafnafirði sendi þáverandi heilbrigðisráðherra Sighvati Björgvinssyni bréf, ályktun fundar þar sem komu fram áhyggjur kvenna vegna breytinga á rekstri spítalans sem hefði þjónað Hafnfirðingum og nágrenni af kostgæfni. Tíundað um gjafir mikilvægra og dýrra tækja og annars frá félagasamtökum og einstaklingum sem sýndu hug íbúa til spítalans. Þá var einnig sagt brýnt að rekið yrði áfram deildarskipt sjúkrahús og það uppbyggingarstarf sem þar væri unnið fengi að dafna. B.K.H. skoraði á ráðherra að draga áform sín um lokun sjúkrahússins til baka.
Ekki var látið staðar numið heldur efnt til undirskriftarsöfnunar sem skilaði yfir tíu þúsund undirskriftum íbúa Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps, sem afhentar voru Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra og forseta Alþingis Salóme Þorkelsdóttur.
Já þetta var þá....
Fordæma lokun St. Jósefsspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 15.1.2009 | 10:24 (breytt kl. 10:41) | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Tónlist
Ýmislegt
Gestir
Tónlist
- A Glimpse in Time - Gulli Falk ft. Diddú and Stefán Jakobsson
-
Tónlist
-
Elska þig enn. Stefán Jakobsson
youtube
Bloggvinir
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.