Bara einn kall úti á túni að skjóta upp flugeldum Harpa María dótturdóttir mín.... sú elsta (13) lýsir áramótunum hér í Mývó þannig. Smá ýkjur hahahaha og við eigum býsna skotglaðan nágranna.
Við áttum ágæt jól, og rjúpurnar voru góðar.
Sungum við messu á jóladag og prestinum varð á í messunni....skellti bara inn sálmi sem ekki var á dagskránni og byrjaði að syngja hann, svo við...sem vorum byrjuð að syngja Nóttin var sú ágæt ein snérum okkar kvæði í kross með hraði yfir í Fögur er foldin. Organistanum var svo mikið um þetta að hann varð að fá sér róandi eftir messu.
Við borðuðum hangikjötið öll saman í gömlu Vogum eins og við erum orðin vön að gera. Fórum á jólaball með barnabörn og svo var afmæli Kobba þann 29. des.
Engum boðið svo sem en það koma þeir sem koma vilja, ég hef alltaf eitthvað á borðum og spennandi er að sjá hverjir birtast, núna komu m.a Hinrik og Sigga sem hafa ekki komið í mörg ár og var þetta hin ánægjulegasta kvöldstund.
Guðrún Elísabet bauð okkur og Stefáni, Hildu og Júlíu til sín á Akureyri um áramótin sem var indælt og hreindýrið Rúdólfur var snilldar gott hjá henni.
Við færðum okkur svo um set til tengdaforeldra hennar sem búa ofar í bænum með gott útsýni. Það var fárbært að fylgjast með flugeldunum þaðan, þau höfðu nú á orði að þetta væri töluvert minna en í fyrra.
En allt var gott við saman fjölskyldan, eins og okkur líður best sæl og glöð.
Já, og ég var ánægð með áramótaskaupið, ef einhver skildi spyrja.
Megi Guð gefa okkur öllum gott og farsælt ár !
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 6.1.2009 | 15:52 (breytt 9.1.2009 kl. 16:04) | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Tónlist
Ýmislegt
Gestir
Tónlist
- A Glimpse in Time - Gulli Falk ft. Diddú and Stefán Jakobsson
-
Tónlist
-
Elska þig enn. Stefán Jakobsson
youtube
Athugasemdir
ég spurði....og á það meira segja á teipi;)
hilda (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.