Heita reyndar hversdagsvöfflur en kreppuvöfflur eiga vel við nú
Þetta er ágætis uppskrift af ódýrum, eggjalausum vöfflum, sem kom sér vel á árum áður (í kringum áttatíu ).
Þá var eggjahallæri hér i sveitinni og maður þurfti að gefa köllunum sem voru að keyra í lóðina okkar þegar við vorum að byggja, eitthvað gott með kaffinu.
Nú svo henta þessar vöfflur líka þeim sem ekki mega borða egg
2 1/2 dl vatn
2 dl mjólk
1/4 tsk salt
3 1/2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
125 gr smjörlíki
Setjið lyftiduftið og saltið saman við hveitið og hellið vökvanum út í, síðast bræddu smjörlíkinu.
Steiktar á venjulegan hátt og borðist helst strax
Flokkur: Matur og drykkur | 3.12.2008 | 18:20 | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Tónlist
Ýmislegt
Gestir
Tónlist
- A Glimpse in Time - Gulli Falk ft. Diddú and Stefán Jakobsson
-
Tónlist
-
Elska þig enn. Stefán Jakobsson
youtube
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.