Það er helst að frétta af baðinu að það er búið að flísa, fúgurnar verða kláraðar í dag. Baðkarið er komið á sinn stað og sömuleiðis klósettið. Já og nýtt loft.
Ég sé um svona minniháttar viðvik eins og að þrífa og svo skellti ég upp gardínu svo þetta væri ekki eins berskjaldað
Við brugðum okkur af bæ í gær þ.e til Akureyrar og keyptum blöndunartæki og ofn.
Ég keypti líka ýmislegt sem þarf til smákökubaksturs, það er nefnilega allt svo dýrt hér í búðinni. Alltaf hagsýn húsmóðir
Eftir það fórum við í heimsókn til Guðrúnar og Sigga og var nú heldur gaman að sjá litlu stúlkurnar okkar, en þær stóru eru að spóka sig í París með pabba sínum og hinum afanum og ömmunni og er voða gaman hjá þeim. Þær eru búnar að fara upp í Effelturninn (það er meira en undirrituð þorði að gera á sínum tíma, lofthræðsla úff ) og skoða Louvre safnið og Mónu Lísu að sjálfsögðu .Þær koma heim á föstudaginn og þá verður gaman að heyra ferðasöguna.
Við fengum líka þennan fína mat hjá dótturinni, fylltar kjúklingabringur, steikt ferskt grænmeti, hrísgrjón og paprikuostasósu. Alveg meiriháttar gott
Takk fyrir okkur elskan mín
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 25.11.2008 | 12:27 (breytt 26.11.2008 kl. 11:41) | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Tónlist
Ýmislegt
Gestir
Tónlist
- A Glimpse in Time - Gulli Falk ft. Diddú and Stefán Jakobsson
-
Tónlist
-
Elska þig enn. Stefán Jakobsson
youtube
Athugasemdir
oh alveg eins og þegar Dulla átti afmæli og ég var með bufftarta;) hehe...vá hlakka til að pissa og kúka í klósettið nýja....vona að ég brjóti ekki takkann sem maður sturtar niður með...eins og ég gerði við gamla mannstu? jesús...við Stefán nýbyrjuð saman og ég bara kem með látum inn í húsið og brýt og bramla...jæja...og hlakka líka til að komast í BAÐKAR ummmmm þetta verður yndislegt;)
Já Edda mín...það verður ekki annað um þig sagt en að þú sért hafsýn húsmóðir;) en það er nú alltaf gott....ég reyni það öllum stundum líka....já já...
Sjáumst eftir mánuð...oh ég hlakka svoooo til;)
knús á þig....já og og...Kobba líka;)
tengdadóttirin þín eina og sanna (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:23
heyrðu...ne nei....hafsýn...nei það er ekki til...eða hvað hehe....og þú skrifar fötudagur...hvað er það? hahahahahaha
tengdadóttirin aftur;) (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:24
Hilda alltaf svo pen eitthvað hahahaaa... Ætla að skoða nýju myndirnar, það verður gaman fyrir litlu skonsur að fara í freyðibað í nýja baðinu og mikið held ég að Tinna verði kát þegar hún sér að það er búið að "laga" ónýta baðið
Verði ykkur að góðu...komið aftur fljótlega bara...
Guðrún E (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 08:35
Ha,ha,ha „ Ertu drukkin Þórgunnur ? “
Það verður sko ekki dónalegt að fara í furunálareyðibað við kertaljós þú hafsýna og pena kona ! Og ég ætla að verða fyrst takk.
Svo er ég búin að breyta fötudeginum ..... annars gott nafn á degi...var ábyggilega undir áhrifum af líminu sem Kobbi notaði.... þvílík pest úff og oj...ég var ekki viss hvort ég gæti sofið í rúminu mínu í nótt !
........ Og Guðrún mín, ég kem alltaf aftur
(netauga), 26.11.2008 kl. 11:54
við förum bara saman í bað;) haha
hilda tengdadóttirin (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:05
hahahahahaha my daughter-in-love !
(netauga), 26.11.2008 kl. 12:11
Til hamingju með nýja baðherbergið Edda mín. Njóttu furunálabaðsins
Stína Run frænka (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:11
...sé ykkur einmitt fyrir mér saman í freyðibaði þ.e þig og Hildu
guðrún elísabet (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 21:59
já bara við tvær
(netauga), 29.11.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.