Þarft mál !

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Sigmundur Ernir Rúnarsson.  Ég ætla bara rétt að vona....og ekki segja að þetta sé „ bara “ landsbyggðarmál !!!
mbl.is Vilja stytta hringveginn um 14 km
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Allt frá því að bílvegur til Norðurlands var lagður hefur umferðin legið um Blönduós. Er það nú brýnasta verkefni þessarar þjóðar að hraða sér framhjá þessum vinalega þéttbýlisstað?

Árni Gunnarsson, 14.2.2011 kl. 18:35

2 identicon

Ég vil bara benda á það að ekki er búið að vega og meta þau skipti sem þessi nýja leið muni lokast vegna veðurs, en það er mun oftar þarna upprá en í norðaustan veðrum við Blönduós, enda gæti hin nýja leið lokast í öllum veðrum frá sunnanátt og til norðvesturáttar. Síðan má benda á að á þessari leið eiga að vera samkvæmt fyrstu teikningum 14 krossgatnamót og töluverð lenging á leið fólks þarna framan úr Svínadal til að sækja sína þjónustu á Blönduósi. Hver mun borga þann mismun sem þarf að reiða þar af hendi? Hver mun borga veggjöldin fyrir þetta fólk? Hver mun borga fyrirtækjum á svæðinu þá þjónustuminnkun sem þau verða fyrir og hver mun borga íbúum Blönduóss lækkandi fasteignaverð?

Þetta er aðeins meira en að segja það.

Helgi Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 18:48

3 Smámynd:  (netauga)

Að sjálfsögðu er þetta ekki brýnasta verk þessarar þjóðar Árni, og ekki efast ég um að Blönduós sé vinalegur bær eins og flestir okkar þéttbýlisstaðir.
Mér sýnist ýmisleg hagræðing vera fólgin í þessu og verður ekki áfram vegur til Blönduóss Helgi ?
Þjónustuminnkun... er það ekki svo að þeir sem á annað borð vilja/þurfa þjónustu fara og sækja hana hvort sem það er á Blönduósi eða annarstaðar, það er allavega mín reynsla.
Þarf þjóðvegur 1 að liggja gegnum alla þéttbýlisstaði landsins er spurning út af fyrir sig.
Mér skilst t.d að á sínum tíma ( löngu fyrir mína tíð norðan heiða ) þegar átti að leggja veg yfir Fljótsheiðina var hugmynd um að fara upp frá Stafni þannig að maður kæmi niður við Fosshól, en nei..Reykdælingar voru ekki ánægðir með það...það varð bara að keyra gegnum Reykjadal. framhjá Laugum.... 
En hvílíkur munur hefði það verið hef ég oft hugsað.
Breytingar eru oft erfiðar en má ekki skoða þetta ? Kannski velja sumir að fara gegnum Blönduós frekar en að borga veggjald

(netauga), 15.2.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband