Til hamingju Kári :-)

 Smile  Það er full ástæða til að óska Kára Stefánssyni til hamingju með að vera fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi virtu verðlaun fyrir framlag sitt til rannsókna í mannerfðafræði og tengingu erfðabreytinga við marga sjúkdóma eins og  kransæðastýflu, krabbamein, sykursýki og geðklofa. Rannsóknir Kára og samstarfsmanna hans hafa hlotið alþjóðlega virðingu.
mbl.is Kári fær verðlaun fyrir rannsóknir í læknavísindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Tek undir þessar hamingju óskir til Kára Stefánssonar. 

Það skyldi þó ekki vera að þarna sé kominn sá leiðtogi sem þessi þjóð þarfnast svo sárlega ?

Þó starfssvið Kára hafi ekki til þessa legið á stjórnmálasviðinu finnst mér þetta vera einn af fáum mönnum hér á landi sem haldið hefur haus og ekki látið draga sig og starfsemi sína í svaðið heldur haldið sínu striki og haft stefnu sína á hreinu gegnum þykkt og þunnt. Þannig fólk vantar okkur.

Kári er vel yfir meðallagi að greind, sem er meira en hægt er að segja um marga okkar stjórnmálaleiðtoga, og hefur í viðtölum sýnt að hann skilur þjóð sína betur en margir aðrir. Hann hefur líka skoðanir sem sína að þar fer maður fordómalaus og víðsýnn og hugrekki til að tjá þær. Hann er líka , að því ég best veit, ótengdur stjórnmálum og það eitt gerir hann að góðum kandídat í mínum huga.

Hjalti Tómasson, 1.11.2009 kl. 10:02

2 Smámynd:  (netauga)

Takk fyrir innlitið Hjalti en hvort starfskröftum Kára sé betur varið á sviði stjórnmála þá held ég ekki, þó ég efist ekki um að honum færi það ágætlega úr hendi.

(netauga), 2.11.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband