Bloggfærslur mánağarins, maí 2013

Um şekkingu og öfga

 Sönn og rétt lısing Gísla Sigurğssonar af upplısingafundi um væntanlega Bjarnarflagsvirkjun í Mıvatnssveit !

 

„Ég fór á ágætan upplısingafund um væntanlega Bjarnarflagsvirkjun í Mıvatnssveit í fyrradag. Şar fluttu erindi fulltrúar Landsvirkjunar og Rannsóknarstöğvarinnar viğ Mıvatn. Fræğandi erindi um şær rannsóknir og mælingar sem hafa fariğ fram og eru í gangi, og şær niğurstöğur sem fyrir liggja. Fundarmönnum gafst síğan kostur á ağ spyrja frummælendur, til ağ fá gleggri upplısingar.

Annar fundur var haldinn seinna um kvöldiğ fyrir íbúa í Mıvatnssveit um sama efni. Eftir fundina hafa veriğ á flakki um netiğ fullyrğingar um ağ tugir Mıvetninga hafi lıst áhyggjum af fyrirhuguğum framkvæmdum og ağ niğurstağan hafi veriğ ağ Mıvetningar séu allir sem einn á móti framkvæmdum í Bjarnarflagi.

Gílsi Sigurğsson

Gísli Sigurğsson

Şağ er nú í besta falli ónákvæmt ağ halda şví fram ağ tugir Mıvetninga hafi lıst áhyggjum af áhrifum Bjarnarflagsvirkjunar á lífríki Mıvatns og Laxár á nefndum fundum.

Á şeim fundi sem ég sótti voru um eğa yfir 90 manns en 11 tóku til máls, og ağeins hluti şeirra eru búsettir í Mıvatnssveit. Şeir sem töluğu báru flestir einungis fram spurningar til frummælenda, en nokkrir lıstu í leiğinni skoğunum sínum á ımsum málum, svo sem Hellisheiğarvirkjun, Kárahnjúkavirkjun, Lagarfljóti, Landsvirkjun og starfsmönnum hennar, og vissulega einnig Mıvatni og lífríki şess.
Öllum er umhugağ um velferğ náttúrunnar í Mıvatnssveit.

Vegna şessarar umhyggju sneru spurningarnar şví flestar ağ şví hvort ástæğa væri til ağ hafa áhyggjur vegna væntanlegrar virkjunar. Orkuvinnsla í Bjarnarflagi hefur stağiğ í áratugi, um tíma samsvaraği hún allt ağ 45 MW í heild.

Engar rannsóknarniğurstöğur heyrği ég nefndar sem benda til şess ağ sú orkuvinnsla hafi haft neikvæğ áhrif á Mıvatn eğa lífríki şess. Engar rannsóknarniğurstöğur heyrği ég heldur nefndar sem benda til şess ağ væntanleg Bjarnarflagsvirkjun eins og ætlağ er ağ hún verği muni hafa neikvæğ áhrif á Mıvatn eğa lífríki şess.

Ağ minnsta kosti ein fyrirspurn kom fram um hvort rannsökuğ hefğu veriğ áhrif úrgangs frá ferğamönnum á lífríki Mıvatns. Svariğ var ağ slíkt hefur ekki veriğ rannsakağ.

Í ljósi mikils og stöğugt vaxandi fjölda ferğamanna í Mıvatnssveit má spyrja hvort ekki væri rétt ağ láta náttúruna njóta vafans og loka Mıvatnssveit fyrir ferğamönnum şar til niğurstöğur slíkra rannsókna liggja fyrir? En şağ væru jú öfgar, og öfgar eru sjaldnast til góğs.

Engin skoğanakönnun fór fram um hve stór hluti fundarmanna væri fylgjandi eğa andvígur væntanlegri virkjun. Stærsti hluti fundarmanna var kominn til ağ kynna sér máliğ, şagği og hlustaği, en var ekki kominn til ağ segja sitt álit á framkvæmdinni eğa öğrum málum.

Ağ túlka niğurstöğu fundanna á şann veg ağ ekki şurfi lengur ağ efast um ağ Mıvetningar séu allir sem einn á móti Bjarnarflagsvirkjun, er kolrangt. Şağ eru öfgar. Afstağa fundarmanna var ekki könnuğ og kom ekki fram, nema hjá mjög fáum. Ağ jafnaği hjálpar şağ málstağ, ağ şeir sem fyrir honum mæla fari rétt meğ stağreyndir. Şağ á líka viğ um şá sem kenna sig viğ náttúruvernd.“

Heimild: 641.is - Fréttir úr Şingeyjarsıslu

http://www.641.is/umraedan/um-thekkingu-og-ofga/

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiğ á Javascript til ağ hefja innskráningu.

Hafğu samband