Það er liðið ár... í dag er liðið ár

 

Ég vaknaði frekar seint og illa þennan sólríka sunnudagsmorgun, veðrið var eins og það getur best verið Mývatnssveit, ég hefði átt að fagna þessum fallega degi en það voru einhver órólegheit í mér, ég kveikti á sjónvarpinu um leið og ég gekk framhjá því... það voru  auka-fréttir, ég stoppaði, það var verið að tala um skotbardaga, fleiri en einn hefði verið skotinn..  minnir mig.. og ég hugsaði hvað er að gerast og það fyrir hádegi . Þetta hlýtur að tengjast eiturlyfjum eða handrukkurum.

Ég kveikti á tölvunni til að kíkja á póstinn og svo á „visir og moggan“. Þar var strax komið blogg og ég hugsaði... það er meira hvað fólki liggur á....  áfram hélt þetta og útvarpið..  þessi frétt elti mig... lét mig ekki í friði.. ég einhvern veginn varð að fylgjast með, Hilda tengdadóttir mín sagði að við hefðum borðað.. ég man ekkert eftir því ..ég fór út í garð þá kom frænka mannsins míns, hún býr í bænum, en á hús í næstu götu, ég sagði henni frá því sem ég hafði heyrt í fréttunum.......ég var svo eirðarlaus var eiginlega ekki alveg með henni, var alltaf að fara inn , næst þegar ég skrapp inn heyrði ég að maður hefði dáið...  ég  fór út og sagði frá því .. ennþá var þessi órói. frænkan spurði hvort ég vildi labba með sér og sjá hvað þau hjónin hefðu verið að gera í garðinum hjá sér,  jú ég var til í það, samt ekki í stuði til þess, þegar þangað  kom  settumst við niður á pallinum. Einhvern vegin get ég ekki slappað af var alltaf að standa upp,  hún var að sjálfsögðu uppveðruð af öllu sem þau höfðu verið að gera, fór að tala um tré og hvað mér fyndist um hvar væri best að staðsetja þau  við stóðum þarna á miðri lóðinni þegar Stefán sonur minn kom labbandi fyrir húshornið með höfuðið ofan í bringu og var mjög þungstígur..  ég fékk mikinn hjartslátt ..hann átti jú að vera í vinnunni.. fyrsta hugsunin var að eitthvað hefði komið fyrir pabba hans, hann var í hestaferð. Stefán kom til mín tók utan um og sagði.. mamma mín.. þetta var Stebbi hans Nonna sem dó. Ef hann hefði ekki haldið mér hefði ég hnigið til jarðar. Eins og rýtingur í hjartað..ég missti andan.. Hjartans, hjartans drengurinn minn, bróðursonur minn sem með fæðingu sinni var sem líkn á sárin,  vonin.. trúin á framtíðina eftir öll þau áföll sem við höfðum orðið fyrir í fjölskyldunni, hann sem fékk nafnið Stefán eftir afa sínum, pabba mínum... sem dó fyrir aldur fram ..alnafni.. svo fallegur ...svo fullkominn......vísindamaðurinn sem við vorum öll svo stolt af.

Ég átti ekki von á því að þegar við  töluðum saman á 35 ára afmælisdaginn hans þann 12. júní, þegar hann sagði glaður í bragði, sjáumst í sumar !... að þá yrði hann farinn....myrtur.

Ég var sem lömuð... það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að ég fór inn í stofu og horfði á myndirnar af pabba, ömmu og Óla og sagði full ásökunar; gátuð þið ekki gert eitthvað til að koma í veg fyrir þetta !  .. ég fékk ekkert svar .. svo  sat  ég allt í einu á rúminu mínu, ekki veit ég hversu lengi ég sat þar hreyfingarlaus... og fór eins og ósjálfrátt í náttborðskúffuna mína og tók upp  „ Litlu bænabókina “  sem tengdamamma heitin gaf mér og opnaði hana og þá var það þessi bæn sem blasti við mér.....Ég lét hana í kistuna hans, þegar að því kom, ásamt bréfi sem ég skrifaði og vildi að færi með honum.

Var ég leidd af einhverjum.. var þetta það sem ég átti að meðtaka ...hugga mig við ?                                                

                                                    Í hendi Guðs 

Drottinn minn og Guð minn, þú gefur lífið og þú einn getur tekið það aftur.                                                                           

Þú hylur það eitt andartak í leyndardómi dauðans til að lyfta því upp til eilífðar gleði með þér.

Lít í náð til mín í sorg minni og söknuði.

Lauga sorg mína friði þínum og blessa minningarnar, jafnt þær björtu og þær sáru.                   

Lát mig treysta því að öll börn þín séu óhult hjá þér.                   

Í Jesú nafni amen.

 

                                                          
Stefán Jónsson
                 

                 Fyrir þig tíni ég blóm og kveiki á kerti í dag.            


     Guð geymi þig elsku Stefán og líkni okkur sem söknum þín.                   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...ég er ennþá orðlaus...er búin að vera lengi að reyna að ákveða hvað ég á að segja í þessu kommenti en ég bara finn engin orð sem koma hugsunum mínum á framfæri!  Þessi fallega bæn segir held ég allt sem segja þarf...ég kveikti á kerti handa Stebba í kvöld og sendi Júllu Rut svo skilaboð til að segja henni að ég væri að hugsa til þeirra og okkar allra, heyri svo í henni seinna bara...

dóttirin (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:55

2 identicon

Já elskan mín, þetta er búinn að vera dagur fullur af minningum og hugsunum um okkur öll.

Það er ekki auðvelt fyrir fólk að tjá sig um þessi skrif... þennan atburð.En það er í lagi, þau voru kannski fyrst og fremst fyrir mig.

Edda Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 01:40

3 identicon

Elsku Edda frænka mín, Þetta var HRÆÐILEGUR atburður og maður spyr sig bara hvað er AÐ.............. Einhvern veginn finnst manni svona gerast í bíómyndum en ekki á okkar góða Íslandi. Enn enginn veit hver er næstur.  Það er svo skelfilegt að hugsa til þess hvernig fólkinu hans leið, og einnig  þeirra sem að gerandanum standa. Þvílíkur sorgaratburður.  Ég var svo tímalaus þegar við komum til ykkar um daginn að ég hálf skammast mín fyrir að hafa ekki knúsað  þig betur á þessum erfiða tíma. Við biðjum algóðan Guð og alla góða vætti að geyma þá sem farnir eru á undan okkur í hin sólríku lönd.

Guð geymi ykkur öll !!!     Stína Run frænka

p.s. Litla Sylvía Dröfn (ömmu stelpan mín) er fædd 12 júní 2008, og Stefán Ari (afaprins Ara) er fæddur 12 júní 2000.

Kristín Helga Runólfsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 23:56

4 identicon

Elsku Stína mín, þú veist hvernig þetta er ...við erum búin að missa marga unga að aldri þó ekki sé skrifað um allt.

Mennirnir elska, missa, gráta og sakna ........en við gleymum samt ekki gleðinni sem við áttum saman.

Edda Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband