Reykjahlíðarrétt í Mývatnssveit

 

Það er ekki oft sem fólk getur mætt á stuttbuxum og ermalausum bol í réttir en það gerðist í gær í dásamlegu veðri og 17-20 stiga hita.

028065

Fjölmenni var, allt frá ungbörnum upp í fólk yfir nírætt. Og allir skemmtu sér vel. enda alltaf gaman að sýna sig og sjá aðra.

033036

Konur úr slysavarnadeildinni Hring buðu upp á hefðbundið íslenskt kaffihlaðborð, einnig pylsur, gos og sælgæti, eins og venjulega öllum til ánægju og yndisauka Grin

042041

Reykjahlíðarrétt er merkilegt mannvirki. Réttin er öll hlaðin úr grjóti og mun elsti hluti hennar hafa verið gerður kringum 1880-85. 

Smile

Til leiðbeiningar fyrir ferðamenn, eftir Gísla Pétursson 1948.

Stutt lýsing á Mývatnssveit.

Reykjahlíðarrétt.

Þegar kemur norður úr hrauninu, eru nýræktir frá Reykjahlíð á vinstri hönd, en hægra megin er fjárrétt hlaðin úr grjóti. Til þeirrar réttar er smalað allt Reykjahlíðarland, en það nær frá Mývatni rétt austan við Grímsstaði, norður um Bóndhól vestan við Gæsafjöll og austur norðan við þau um fjallið Eylíf í Dettifoss og síðan suður með Jökulsá eins langt og grös gróa, eða með öðrum orðum, suður að Vatnajökli. Nú kemur á réttina aðeins fé að bæjunum norðan og austan Mývatns, en áður kom þangað fjöldi fjár úr lágsveitum sýslunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman að þessu mamma mín ;)

Sonurinn (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband