Þolinmæði er dyggð

Þolinmæði er þögul von sem grundvallast á trausti á að allt fari vel að lokum.

Þolinmæði merkir bið, krafa um að halda út án þess að kvarta, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Þolinmæði krefst fyrst og fremst sjálfstjórnar, því við getum ekki stjórnað ytri aðstæðum né framkomu annarra.

Þolinmæði er að halda ró sinni og umburðarlyndi þegar erfiðleikar dynja yfir.

Þolinmæði er að þrauka, halda fast við það sem stefnt er að svo lengi sem þarf til að ljúka því.

Sá sem er þolinmóður veit að hlutir taka tíma rétt eins og fræ mun að lokum spíra, blómstra og bera ávöxt.

Þolinmæði er loforð til framtíðarinnar.

Það er að gera eitthvað á þessari stundu sem mun leiða eitthvað gott af sér síðar. Það er einnig að sætta sig við allt sem þarf til að það verði að veruleika.

Þolinmæði er að sjá endinn í upphafinu, gera allt sem við getum og síðan bíða róleg í trausti þess að árangurinn komi í ljós.

Hvers vegna eigum við að iðka þolinmæði?

 

Án þolinmæði ætlumst við til að fá allt strax. Við sáum fræi í dag og viljum borða ávöxtinn á morgun.

Án þolinmæði eigum við erfitt með að vinna verk sem skilar ekki árangri strax, sum verkefni krefjast mikillar vinnu eða langrar skólagöngu og þarfnast þolinmæði.

Þegar þolinmæði er ekki til staðar þolum við ekki að bíða og erum stöðugt að gera veður út af hlutunum en það æsir alla sem í kringum okkur eru.

Þegar við erum óþolinmóð verðum við fyrtin og illskeytt ef ekki gengur samkvæmt áætlun eða öðrum verða á mistök.

Þegar þolinmæði er sýnd gerum við og framkvæmum hluti sem skila sér í framtíðinni.

Snemma vors sáum við fræjum sem skila sér í blómum eða grænmeti þegar líður á sumar.

Við öflum okkur þekkingar sem við nýtum ef til vill ekki fyrr en að mörgum árum liðnum.

Kvartanir og gagnrýni eru fjarri þeim sem sýna þolinmæði.

Þeir fyrirgefa bæði sjálfum sér og öðrum. Þeir stuðla að vinsamlegum og góðviljuðum heimi og aðrir finna til öryggis í návist þeirra.

Hvernig iðkum við þolinmæði?

 

Við temjum okkur þolinmæði með því að viðurkenna að við getum ekki stjórnað öllu.

Jafnvel þó við séum óþolinmóð meðan við bíðum eftir einhverjum sem er seinn fyrir, getum við virkað róleg og jákvæð.

Sú tilfinning að allt fari vel að lokum, ásamt góðu skopskyni hjálpar.

Þolinmæði hjálpar okkur að takast á við erfiðleika, sættast við það sem við ekki fáum breytt í stað þess að berjast gegn því.

Þolinmæði kennir okkur umburðarlyndi gagnvart öðrum og sjálfum okkur.

Þolinmæði hjálpar okkur að vera föst fyrir þegar verkefni okkar eru erfið eða þreytandi.

Við höldum okkar striki allt til enda þó laun erfiðisins skili sér ekki fyrr en í blálokin.

Við setjum okkur framtíðarmarkmið vitandi að það er erfiðisins virði.

Þolinmæði er að hafa í upphafi ljós þau markmið sem stefnt er að.

 

If you are patient in a moment of anger, you will escape a hundred days of sorrow. (ókunnur)

"The best thing about the future is that it comes one day at a time."

(Abraham Lincoln)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Gott innlegg.

Það er mikilvægt að átta sig á að allt hefur sinn tíma, hvað sem við erum að gera. Að rækta tré tekur tíma, að smíða hús tekur tíma, að raka sig tekur tíma og maður verður að sætta sig við það. Þegar við missum þolinmæðina og förum að reyna stytta okkur leið endar það yfirleitt í veseni sem tekur enn meiri tíma.

Guð gefi mér þolinmæði.....Strax 

Hjalti Tómasson, 16.2.2009 kl. 11:30

2 identicon

Kvitta fyrir komuna :)

þuríður (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

(netauga)
 (netauga)

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Nýjustu myndir

  • ...ynd_1282031
  • ...235_1282030
  • ...bloggmynd

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband